Frábær endasprettur hjá Birgi - lék á 72 höggum 17. júní 2007 14:05 NordicPhotos/GettyImages Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrjaði ill á lokahringnum á Open de Saint-Omer mótinu í Frakklandi í dag, en sýndi mikinn styrk með því að snúa því við þegar leið á hringinn. Hann fékk fjóra skolla á fyrstu fimm holunum. Síðan setti hann í fluggírinn og fékk þrjá fugla í röð og var því kominn á einn yfir eftir 9 holur. Hann fékk síðan skolla á 10. holu og paraði síðan næstu sjö holur og lauk leik með því að setja niður fugl á lokaholunni og lék því hringinn á 72 höggum, eða einu yfir pari.Birgir Leifur lauk leik á samtals 288 höggum (70-74-72-72), eða 4 höggum yfir pari og er í 28.-30. sæti sem stendur. Hann mun ekki geta færst aftar því þeir sem voru á lakara skori en hann hafa þegar lokið leik. Búast má við að Birgir Leifur færist aðeins ofar eftir því sem líður á daginn.Ef Birgir endar í kringum 25. sæti þá fær hann um 5.000 evrur í verðlaun, eða 450 þúsund krónur. Fyrir mótið var hann í 155. sæti á peningalistanum og ef að líkum lætur mun hann hækka sig um 5-6 sæti á peningalistanum með þessum árangri í Frakklandi.Spánverjinn Carl Suneson, sem lék á 70 höggum í gær, er efstur á samtals 6 höggum undir pari, en hann hefur leikið fyrri níu holurnar í dag á pari.Kylfingur.is Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, byrjaði ill á lokahringnum á Open de Saint-Omer mótinu í Frakklandi í dag, en sýndi mikinn styrk með því að snúa því við þegar leið á hringinn. Hann fékk fjóra skolla á fyrstu fimm holunum. Síðan setti hann í fluggírinn og fékk þrjá fugla í röð og var því kominn á einn yfir eftir 9 holur. Hann fékk síðan skolla á 10. holu og paraði síðan næstu sjö holur og lauk leik með því að setja niður fugl á lokaholunni og lék því hringinn á 72 höggum, eða einu yfir pari.Birgir Leifur lauk leik á samtals 288 höggum (70-74-72-72), eða 4 höggum yfir pari og er í 28.-30. sæti sem stendur. Hann mun ekki geta færst aftar því þeir sem voru á lakara skori en hann hafa þegar lokið leik. Búast má við að Birgir Leifur færist aðeins ofar eftir því sem líður á daginn.Ef Birgir endar í kringum 25. sæti þá fær hann um 5.000 evrur í verðlaun, eða 450 þúsund krónur. Fyrir mótið var hann í 155. sæti á peningalistanum og ef að líkum lætur mun hann hækka sig um 5-6 sæti á peningalistanum með þessum árangri í Frakklandi.Spánverjinn Carl Suneson, sem lék á 70 höggum í gær, er efstur á samtals 6 höggum undir pari, en hann hefur leikið fyrri níu holurnar í dag á pari.Kylfingur.is
Golf Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira