Tekið á móti flóttafólki frá Kólumbíu í sumar Vera Einarsdóttir skrifar 7. júní 2007 19:57 MYND/Visir Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar. Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þrjátíu konum og börnum frá Kólumbíu verður boðið varanlegt hæli á Íslandi nú í sumar. Sú ákvörðunin var tekin af Utanríkis- og félagsmálaráðuneyti í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, flóttamannanefnd, Rauða kross Íslands og Reykjavíkurborg. ´ Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri útbreiðslusviðs hjá Rauða krossi Íslands sagði í samtali við fréttavef Vísis að konurnar tilheyrðu allar hópnum "Woman and Children at Risk". Þetta eru allt einstæðar mæður sem hafa mátt sæta ofsóknum. Fulltrúar frá Íslandi fara utan og taka viðtöl við konurnar og í samvinnu við flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hverjar koma til landsins. "Sjálfboðaliðar Rauða krossinns verða síðan fólkinu innan handar við að aðlagast nýju lífi hér á landi" að sögn Sólveigar. Alþjóða Rauði krossinn hefur bent á ógnvænlega stöðu kvenna og barna í Kólumbíu sem sæta ofsóknum af völdum stríðandi aðila. Borgarstyrjöld hefur geisað á svæðinu áratugum saman. Kristján Sturluson framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands segir að þó Genfarsáttmálinn hafi bjargað fjölda mannslífa þá sé ekki hægt að horfa framhjá því að ákvæði hans eru víða brotin. Alþjóða Rauði krossinn hefur einnig vakið athygli á ástandinu í Líbanon. Hreyfingin hefur margítrekað áskoranir sínar til allra aðila að ófriðnum í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum um að óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum verði hlíft. Í búðunum eru þúsundir óbreyttra borgara. Genfarsamningurinn kveður á um vernd óbreyttra borgara sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Í viðbótarbókununum við samninginn frá 1977 eru ákvæði um að hersveitir megi ekki ráðast á eigur almennings heldur einungis þá hluti og byggingar sem hafa hernaðarlega þýðingu. Einnig er bannað að beita vopnum eða hernaðaraðferðum sem hafa í för með sér þarflausa eyðileggingu eða þjáningar.
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira