Tvær ungar íslenskar konur fengu blóðtappa vegna Yasmín pillunnar 6. júní 2007 11:56 Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
Tvær ungar íslenskar konur segjast hafa fengið blóðtappa í lungun eftir að hafa verið á Yasmin getnaðarvarnarpillunni. Lyfjastofnun og Icepharma segjast ekki hafa fengið tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir vegna hennar. Danska Lyfjastofnunin segir Yasmin pilluna ekki valda meiri aukaverkunum en aðrar getnaðarvarnarpillur. Greint hefur verið frá því að læknar í Danmörku hafi varað við notkun getnaðarvarnarpillunnar Yasmín vegna hættu á blóðtappa. Dauði tveggja stúlkna undir tvítugu hefur verið rakinn til Yasmin pillunnar og 10 stúlkur sem voru á pillunni í kringum tvítugt verið lagðar inn á sjúkrahús með blóðtappa í lungum þar í landi. Bæði Lyfjastofnun og Icepharma sem hefur umboðið fyrir Yasmin pillunni segja engar tilkynningar hafa borist vegna aukaverkanna af hennar völdum. Tvær íslenskar ungar konur sem fréttastofa talaði við segjast hafa verið á Yasmin pillunni og fengu báðar blóðtappa í lungun. Hvorugar þeirra reykja og ekki er hægt að rekja blóðtappann til ættartengsla. Sonja Björg Fransdóttir er 24 ára nemi og hafði verið á Yasmin pillunni í eitt og hálft ár. Hún fékk blóðtappa í lungun í febrúar á þessu ári. Veikindin byrjuðu með verkjum í lunga. Elsa Guðrún Jónsdóttir er 21 árs gömul og hafði verið á Yasmín pillunni í fjögur ár. Hún hefur verið í íþróttum frá því hún var lítil og varð Íslandsmeistari á skíðum í apríl. Í mars síðastliðnum fór hún að kenna sér meins eftir 10 daga hálsbólgu. Hún fékk verk í hægra lungað og átti erfitt með andardrátt. Eftir allar blóðprufur var talið að þetta hefði verið blóðtappi. Elsa og Sonja þurftu báðar að hætta á pillunni og hafa verið á blóðþynningarlyfjum vegna veikinda sinna í nokkra mánuði. Á vef dönsku Lyfjastofnunarinnar segir að ekkert bendi til að pillan Yasmin valdi meiri aukaverkunum en aðrar p-pillur. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar tvö.
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“