Stefnumótun gegn einangrun innflytjenda Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 5. júní 2007 18:40 Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Fjöldi barna af erlendum uppruna er mismunandi eftir skólum í Reykjavík. Í Austurbæjarskóla telur hann fjórðung. Þess vegna þykir mikilvægt að marka skýra stefnu í þessum málum.Í Laugalækjarskóla er til staðar tungumálaver sem verður nýtt enn frekar til að efla móðurmálskennslu barnanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir varafulltrúi menntaráðs segir að þannig fáist fleiri móðurmál nemenda metin sem valgrein.Hún segir þessa áherslu gríðarlega mikilvæga fyrir börnin.Lilja telur áherslu á íslenskukennslu í samþykktinni mjög þarfa til að undirbúa börnin undir framhaldsskóla. Sérstaklega í ljósi þess að þau séu ekki að skila sér þangað í sama mæli og íslensk börn.Brynja Daria Ivanovic kom hingað frá Slóveníu fyrir tveimur áratugum og á tvö börn í grunnskólum í Reykjavík. Hún segir fjölda foreldra af erlendu bergi brotnu ekki skilja íslensku nógu vel til að geta fylgst með ýmsum málum í samfélaginu. Þess vegna sé mikilvægt að túlkar séu í boði. Oft geti krakkarnir sjálfir ekki úrskýrt upplýsingar fyrir foreldrum sínum.Lilja segir að vinnuhópurinn muni fylgjast með framkvæmd breytinganna en alltaf megi bæta um betur. Mentor kerfið, þar sem foreldrar geta nálgast upplýsingar um framvindu barna sinna í skóla, sé meðal þess sem stefnt verði að bjóða á fleiri tungumálum. Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira
Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Meðal þess sem menntaráð hefur samþykkt er að teymi farkennara, sem tali nokkur algengustu tungumálin hér verði sett á fót og aðstoð við heimanám verði aukin. Áhersla verður lögð á að námsefni verði gert með fjölmenningu í huga og upplýsingar verði veittar á fleiri tungumálum en ensku. Túlkar verða í boði við innritun barna og á foreldrafundum auk þess sem ráðgjöfum fjölgar. Vinafjölskyldum verður einnig komið á laggirnar.Fjöldi barna af erlendum uppruna er mismunandi eftir skólum í Reykjavík. Í Austurbæjarskóla telur hann fjórðung. Þess vegna þykir mikilvægt að marka skýra stefnu í þessum málum.Í Laugalækjarskóla er til staðar tungumálaver sem verður nýtt enn frekar til að efla móðurmálskennslu barnanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir varafulltrúi menntaráðs segir að þannig fáist fleiri móðurmál nemenda metin sem valgrein.Hún segir þessa áherslu gríðarlega mikilvæga fyrir börnin.Lilja telur áherslu á íslenskukennslu í samþykktinni mjög þarfa til að undirbúa börnin undir framhaldsskóla. Sérstaklega í ljósi þess að þau séu ekki að skila sér þangað í sama mæli og íslensk börn.Brynja Daria Ivanovic kom hingað frá Slóveníu fyrir tveimur áratugum og á tvö börn í grunnskólum í Reykjavík. Hún segir fjölda foreldra af erlendu bergi brotnu ekki skilja íslensku nógu vel til að geta fylgst með ýmsum málum í samfélaginu. Þess vegna sé mikilvægt að túlkar séu í boði. Oft geti krakkarnir sjálfir ekki úrskýrt upplýsingar fyrir foreldrum sínum.Lilja segir að vinnuhópurinn muni fylgjast með framkvæmd breytinganna en alltaf megi bæta um betur. Mentor kerfið, þar sem foreldrar geta nálgast upplýsingar um framvindu barna sinna í skóla, sé meðal þess sem stefnt verði að bjóða á fleiri tungumálum.
Innlent Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að binda hnút á deiluna í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Sjá meira