Dell segir upp 7.000 manns 1. júní 2007 09:21 Michael Dell, stofnandi og forstjóri Dell. Mynd/AFP Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur ákveðið að segja upp allt að 7.000 manns á heimsvísu í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir því að 10 prósentum af starfsliði fyrirtækisins fær uppsagnarbréf á næstunni. Þrátt fyrir þetta batnaði hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins. Hjá Dell starfa 78.700 manns um allan heim. Dell hefur átt við rekstrarvanda að stríða upp á síðkastið, meðal annars vegna dræmrar tölvusölu og harðnandi samkeppni. Afkoma fyrirtækisins hefur verið undir væntingum og ákvað Michael Dell, stofnandi fyrirtækisins, að taka við forstjórastólnum á ný fyrr á árinu í von um að snúa rekstrinum til betri vegar. Hann segir uppsagnirnar erfiða ákvörðun en nauðsynlega eigi að takast að bæta gengi fyrirtækisins. Á sama tíma og Dell greindi frá uppsögnum hjá fyrirtækinu voru afkomutölur fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi kunngjörðar. Hagnaðurinn batnaði talsvert á milli ára, nam nú 947 milljónum dala, jafnvirði 58,4 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 762 milljónir dala, 47 milljarða íslenskra króna, á sama tíma í fyrra. Þá nam salan 14,6 milljörðum dala á fjórðungnum, sem er eins prósents aukning á milli ára. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur ákveðið að segja upp allt að 7.000 manns á heimsvísu í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir því að 10 prósentum af starfsliði fyrirtækisins fær uppsagnarbréf á næstunni. Þrátt fyrir þetta batnaði hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins. Hjá Dell starfa 78.700 manns um allan heim. Dell hefur átt við rekstrarvanda að stríða upp á síðkastið, meðal annars vegna dræmrar tölvusölu og harðnandi samkeppni. Afkoma fyrirtækisins hefur verið undir væntingum og ákvað Michael Dell, stofnandi fyrirtækisins, að taka við forstjórastólnum á ný fyrr á árinu í von um að snúa rekstrinum til betri vegar. Hann segir uppsagnirnar erfiða ákvörðun en nauðsynlega eigi að takast að bæta gengi fyrirtækisins. Á sama tíma og Dell greindi frá uppsögnum hjá fyrirtækinu voru afkomutölur fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi kunngjörðar. Hagnaðurinn batnaði talsvert á milli ára, nam nú 947 milljónum dala, jafnvirði 58,4 milljörðum íslenskra króna, samanborið við 762 milljónir dala, 47 milljarða íslenskra króna, á sama tíma í fyrra. Þá nam salan 14,6 milljörðum dala á fjórðungnum, sem er eins prósents aukning á milli ára.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira