Lögreglan á Blönduósi fann fíkniefni í tveimur bílum í gærkvöldi, en ökumenn voru einir í þeim. Fíkniefnahundur fann efnið í öðrum bílnum en í hinu tilvikinu vísaði ökumaður á efnið.
Lögreglan efast um að efnið hefði fundist í fyrri bílnum ef hundsins hefði ekki notið við. Mönnunum var báðum sleppt að yfirheyrslum loknum og verða mál þeirra send ákæruvaldinu.