Anders Hansen sigraði á BMW mótinu 27. maí 2007 18:49 NordicPhotos/GettyImages Englendingurinn Justin Rose og Daninn Anders Hansen urðu efstir og jafnir á BMW PGA meistaramótinu sem fram fór um helgina á Wentworth-vellinum í Surrey á Englandi. Þeir Rose og Hansen léku hringina fjóra á 8 höggum undir pari, einu höggi færra en Vijay Singh og Richard Sterne sem deildu 3.-4. sæti. Bráðabana þurfti því millum þeirra Rose og Hansen til að fá úr skorið með sigurvegara. Þeir félagar léku því 18. holuna öðru sinni en holan sú er 492 metra löng par-5 hola. Teighögg Rose fór í karga hægra megin við braut en Hansen átti gott upphafshögg sem lenti á miðri braut. Annað högg þeirra beggja lenti á mjög svipuðum stað, um 90 metra frá holu. Rose sló þvínæst sitt þriðja högg og var það ögn betra en Hansens. Hansen átti um 15 feta pútt eftir fyrir fugli en Rose um 12 feta pútt. Hansen gerir sér lítið fyrir og setur púttið ofan í fyrir fugli og því pressan komin á Rose. Hann missir sitt pútt og því danskur sigur í annað sinn á fimm árum á BMW PGA meistaramótinu. Paul Broadhurst og Ross Fisher voru í forystu fyrir lokahringinn en léku skelfilega í dag, Broadhurst á 80 höggum og Fisher á 84. Broadhurst féll við það niður í 20.-23. sæti en Fisher niður í 39.-40. sæti. Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Englendingurinn Justin Rose og Daninn Anders Hansen urðu efstir og jafnir á BMW PGA meistaramótinu sem fram fór um helgina á Wentworth-vellinum í Surrey á Englandi. Þeir Rose og Hansen léku hringina fjóra á 8 höggum undir pari, einu höggi færra en Vijay Singh og Richard Sterne sem deildu 3.-4. sæti. Bráðabana þurfti því millum þeirra Rose og Hansen til að fá úr skorið með sigurvegara. Þeir félagar léku því 18. holuna öðru sinni en holan sú er 492 metra löng par-5 hola. Teighögg Rose fór í karga hægra megin við braut en Hansen átti gott upphafshögg sem lenti á miðri braut. Annað högg þeirra beggja lenti á mjög svipuðum stað, um 90 metra frá holu. Rose sló þvínæst sitt þriðja högg og var það ögn betra en Hansens. Hansen átti um 15 feta pútt eftir fyrir fugli en Rose um 12 feta pútt. Hansen gerir sér lítið fyrir og setur púttið ofan í fyrir fugli og því pressan komin á Rose. Hann missir sitt pútt og því danskur sigur í annað sinn á fimm árum á BMW PGA meistaramótinu. Paul Broadhurst og Ross Fisher voru í forystu fyrir lokahringinn en léku skelfilega í dag, Broadhurst á 80 höggum og Fisher á 84. Broadhurst féll við það niður í 20.-23. sæti en Fisher niður í 39.-40. sæti. Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira