Nýr stjórnarsáttmáli boðar breytingar á verkefnum ráðuneyta Gissur Sigurðsson skrifar 23. maí 2007 07:05 MYND/Daníel Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun. Kosningar 2007 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira
Töluverðar breytingar verða á verkefnum ýmissa ráðuneyta, samkvæmt stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og aðeins fjórar konur verða í tólf manna ráðherraliði nýju ríkisstjórnarinnar, þar af þrjár úr Samfylkingu. Litlar breytingar urðu á ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins fyrir utan að Guðlaugur Þór Þórðarson kemur nýr inn og verður heilbrigðisráðherra og ýmis verkefni verða flutt frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félagsmálaráðuneyti. Sturla Böðvarsson gengur úr ráðherraliðinu og verður forseti Alþingis. Geir H. Haarde verður áfram forsætisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir áfram menntamálaráðherra, Einar K. Guðfinnson verður ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála, án þess að ráðuneytin hafi verið sameinuð, enn sem komið er.Árni M. Mathiesen verður áfram fjármálaráðherra og Björn Bjarnason áfram dóms- og kirkjumálaráðherra. Fram kom í viðtölum við konur í þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gærkvöldi, að þeim þætti hlutur kvenna rýr í ráðherraliði flokksins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verður utanríkisráðherra , Jóhanna Sigurðardóttir verður félagsmálaráðherra, eða ráðherra velferðarmála, eins og það var orðað í gærkvöldi. Málefni aldraðra og almannatrygginga færast undir undir ráðuneyti hennar. Þá verður Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, en málefni ferðamála hafa verið færð frá samgönguráðuneytinu yfir í iðnaðarráðuneytið. Fyrir utan Jóhönnu og Össur eru aðrir samfylkingarmenn, að Ingibjörgu Sólrúnu meðtalinni, að máta ráðherrastólinn í fyrsta sinn. Björgvin G. Sigurðsson verður viðskiptaráðherra og Kristján L. Möller fer með samgöngumál og Þórunn Sveinbjarnardóttir verður umhverfisráðherra. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar er ekki í ráðherraliði flokksins. Klukkan hálftíu í dag mun Geir H. Haarde fara á fund Forseta Íslands og tilkynna honum að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð og klukkan ellefu verður svo stefnuyfirlýsing hinnar nýju stjórnar kynnt á Þingvöllum. Ríkisstjórnarskipti fara svo formlega fram á ríkisráðsfundi á morgun.
Kosningar 2007 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Sjá meira