Ancelotti: Gerrard bullar 22. maí 2007 20:30 NordicPhotos/GettyImages Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir Steven Gerrard hafa verið að bulla þegar hann sagði að Milan hafi byrjað að fagna sigri í Meistaradeildinni í hálfleik úrslitaleiks liðanna árið 2005. Hann segir jafnframt að tapið þá eftir að hafa verið 3-0 yfir séu ekki stærstu mistök sín á ferlinum og bendir á annað áhugavert atriði í því sambandi. "Það er aðeins ein leið til að lýsa því sem Gerrard sagði eftir leikinn árið 2005 - Það er bull," sagði Ancelotti. Við fögnuðum ekki sigri þó við værum 3-0 yfir í hálfleik, heldur sagði ég mínum mönnum þvert á móti að það væri enn mikið eftir af leiknum. Við misstum einbeitingu á sex mínútna kafla í leiknum og það kostaði okkur sigurinn," sagði Ancelotti og bætti við að tapið í Istanbul hafi ekki verið mesta klúður sitt á ferlinum. "Nei, alls ekki. Stærstu mistök sem ég hef gert sem þjálfari voru að átta mig ekki á því þegar ég stýrði Juventus á sínum tíma - að Thierry Henry væri stórkostlegur framherji," sagði Ancelotti en hann notaði Henry á kantinum. Ancelotti er ekki eini leikmaður Milan sem er ósáttur við Steven Gerrard, því miðjumaðurinn Gennaro Gattuso á líka nokkuð vantalað við fyrirliða enska liðsins. Gattuso gengur undir viðurnefninu Rino (nashyrningur) en Gerrard gerði grín að honum í ævisögu sinni og sagði hann líkari kettlingi. "Ef Gerrard segir að ég sé eins og kettlingur - hlýt ég að vera ljótur og skeggjaður kettlingur," sagði Gattuso og ætlar ekki að láta þetta hafa áhrif á sig annað kvöld þegar liðin mætast að nýju í úrslitaleiknum. "Ég mun ekki bregðast sérstaklega við þessum ummælum hans. Hann er frábær leikmaður og ég mun svara honum á vellinum. Minningarnar frá Istanbul eru enn með okkur og við munum nota þær til að koma okkur í gírinn fyrir leikinn. Margar lygar voru sagðar eftir leikinn í Istanbul," sagði Gattuso. Meistaradeild Evrópu NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Carlo Ancelotti, þjálfari Milan, segir Steven Gerrard hafa verið að bulla þegar hann sagði að Milan hafi byrjað að fagna sigri í Meistaradeildinni í hálfleik úrslitaleiks liðanna árið 2005. Hann segir jafnframt að tapið þá eftir að hafa verið 3-0 yfir séu ekki stærstu mistök sín á ferlinum og bendir á annað áhugavert atriði í því sambandi. "Það er aðeins ein leið til að lýsa því sem Gerrard sagði eftir leikinn árið 2005 - Það er bull," sagði Ancelotti. Við fögnuðum ekki sigri þó við værum 3-0 yfir í hálfleik, heldur sagði ég mínum mönnum þvert á móti að það væri enn mikið eftir af leiknum. Við misstum einbeitingu á sex mínútna kafla í leiknum og það kostaði okkur sigurinn," sagði Ancelotti og bætti við að tapið í Istanbul hafi ekki verið mesta klúður sitt á ferlinum. "Nei, alls ekki. Stærstu mistök sem ég hef gert sem þjálfari voru að átta mig ekki á því þegar ég stýrði Juventus á sínum tíma - að Thierry Henry væri stórkostlegur framherji," sagði Ancelotti en hann notaði Henry á kantinum. Ancelotti er ekki eini leikmaður Milan sem er ósáttur við Steven Gerrard, því miðjumaðurinn Gennaro Gattuso á líka nokkuð vantalað við fyrirliða enska liðsins. Gattuso gengur undir viðurnefninu Rino (nashyrningur) en Gerrard gerði grín að honum í ævisögu sinni og sagði hann líkari kettlingi. "Ef Gerrard segir að ég sé eins og kettlingur - hlýt ég að vera ljótur og skeggjaður kettlingur," sagði Gattuso og ætlar ekki að láta þetta hafa áhrif á sig annað kvöld þegar liðin mætast að nýju í úrslitaleiknum. "Ég mun ekki bregðast sérstaklega við þessum ummælum hans. Hann er frábær leikmaður og ég mun svara honum á vellinum. Minningarnar frá Istanbul eru enn með okkur og við munum nota þær til að koma okkur í gírinn fyrir leikinn. Margar lygar voru sagðar eftir leikinn í Istanbul," sagði Gattuso.
Meistaradeild Evrópu NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira