Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 70 dali á tunnu í dag eftir að skæruliðar í Nígeríu gerðu árásir á olíuframleiðslustöð franska olíufélagsins Total og ollu miklu tjóni á tækjum. Engin mun hafa slasast í árásunum.
Verð á Brent Norðursjávarolíu fór í 70,29 dali á tunnu í viðskiptum í Bretlandi í dag vegna þessa.
Tíðar árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar í Nígeríu hafa dregið úr olíuframleiðslu þar í landi um 30 prósent. Samdrátturinn skiptir miklu máli fyrir heildarframleiðslu á hráolíu en Nígería er áttunda umsvifamesta landið í OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja.