Paulson ekki á fundi iðnríkjanna 18. maí 2007 17:53 Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Mynd/AFP Tveggja daga fundur fjármálaráðherra átta stærstu iðnríkja heims hófst í Potsdam í Þýskalandi í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var hins vegar fjarri góðu gamni en hann sagðist of önnum kafinn til að mæta á fundinn. Fundinn sitja fjármálaráðherrar frá Bretlandi, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Rússlandi. Gert er ráð fyrir að Paulson mæti á næsta fund ráðherranna í byrjun næsta mánaðar. Á dagskrá fundarins að þessu sinni er umræða um nauðsyn góðra stjórnhátta í Afríku og reglugerðasmíði fyrir starfsemi fjárfestingasjóða en Þjóðverjar hafa þrýst á um að sjóðunum verði settar þrengri skorður. Bandaríkjamenn, stjórnvöld í Kanada og Bretlandi þykja hins vegar vera mótfallin ströngum aðgerðum til að hamla starfsemi sjóðanna. Breska ríkisútvarpið segir Paulson hafa ákveðið að sitja heim til að ljúka ýmsum verkum auk þess sem mikið verk liggi í undirbúningi fyrir heimsókn kínverskrar sendinefndar til Bandaríkjanna í næstu viku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Tveggja daga fundur fjármálaráðherra átta stærstu iðnríkja heims hófst í Potsdam í Þýskalandi í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var hins vegar fjarri góðu gamni en hann sagðist of önnum kafinn til að mæta á fundinn. Fundinn sitja fjármálaráðherrar frá Bretlandi, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Rússlandi. Gert er ráð fyrir að Paulson mæti á næsta fund ráðherranna í byrjun næsta mánaðar. Á dagskrá fundarins að þessu sinni er umræða um nauðsyn góðra stjórnhátta í Afríku og reglugerðasmíði fyrir starfsemi fjárfestingasjóða en Þjóðverjar hafa þrýst á um að sjóðunum verði settar þrengri skorður. Bandaríkjamenn, stjórnvöld í Kanada og Bretlandi þykja hins vegar vera mótfallin ströngum aðgerðum til að hamla starfsemi sjóðanna. Breska ríkisútvarpið segir Paulson hafa ákveðið að sitja heim til að ljúka ýmsum verkum auk þess sem mikið verk liggi í undirbúningi fyrir heimsókn kínverskrar sendinefndar til Bandaríkjanna í næstu viku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira