Erlendur ferðamaður slasaðist lítilsháttar í Surtshelli í eftirmiðdaginn í dag og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. Þar var gert að sárum mannsins sem er frá Kanada. Hann datt í hellinum og fékk áverki á höfuð. Sauma þurfti skurð á enni mannsins en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi undir kvöld.
Maðurinn er tæplega sextugur. Hann var einn á ferð í Surtshelli sem er um 15 km norðan við Húsafell.