Ríkisstjórnin hélt naumlega velli 13. maí 2007 19:35 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða. Kosningar 2007 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt naumlega velli í þingkosningunum í gær og hefur nú samtals þrjátíu og tvo þingmenn gegn þrjátíuogeinum þingmanni stjórnarandstöðu. Framsóknarflokkurinn beið versta ósigur í níutíu ára sögu flokksins, tapaði fimm af tólf þingsætum, en stærstu sigurvegarar kosninganna teljast Vinstri grænir, sem bættu við sig fjórum þingsætum, og Sjálfstæðisflokkur, sem bætti við sig þremur þingsætum. Geir H. Haarde forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins var ákaft fagnað þegar hann mætti á kosningavöku stuðningsmanna sinna í nótt enda hafði flokkurinn styrkst stöðu sína sem stærsti flokkur landsins og bætt við sig fylgi þrátt fyrir sextán ára samfellda stjórnarsetu. Hinn stjórnaflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, galt hins vegar sögulegt afhroð og hefur aldrei verið minni frá því hann var stofnaður árið 1916. Jón Sigurðsson hefur aðeins gegnt formennsku í níu mánuði og náði sjálfur ekki á þing. Vinstri grænir undir forystu Steingríms J. Sigfússonar eru sá flokkur sem bætti við sig flestum þingmönnum og mestu fylgi hlutfallslega og eru nú orðnir þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Samfylkingin undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur festi í sig í sessi sem næst stærsti flokkur landsins, hlaut tæplega 27 prósenta fylgi, en tapaði þó tveimur þingmönnum. Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Guðjóns Arnars Kristjánssonar hélt óbreyttri stöðu frá síðustu kosningum með fjóra þingmenn og er nú að byrja sitt þriðja kjörtímabil. Íslandshreyfingu Ómars Ragnarssonar tókst hins vegar ekki að komast upp í tilskilið fimm prósenta lágmarksfylgi til þingsetu. Úrslit kosninganna urðu annars þessi. Framsóknarflokkurinn fékk 11,7 prósenta fylgi og sjö þingmenn, tapaði fimm mönnum. Sjálfstæðisflokkur fékk 36,6 prósenta fylgi og 25 þingmenn, bætti við sig þremur mönnum. Frjálslyndi flokkurinn fékk 7,3 prósenta fylgi og hélt fjórum þingsætum. Íslandshreyfingin hlaut 3,3 prósent atkvæða en kom ekki manni að. Samfylkingin fékk 26,8 prósent atkvæða og átján þingmenn, tapaði tveimur. Vinstri grænir fengu 14,4 prósent atkvæða og níu þingmenn, bættu við sig fjórum. Samanlagt fengu Samfylkingin og Vinstri grænir liðlega 41 prósenta fylgi, sem er mesta fylgi vinstri flokka frá árinu 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag náðu samtals nærri 45 prósentum atkvæða.
Kosningar 2007 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira