Jónas áfram formaður Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 11. maí 2007 18:45 Jónas Garðarsson. MYND/Pjetur Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Fyrir ellefu mánuðum sagði Jónas Garðarsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sig frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hafði gegnt fyrir Sjómannafélagið og Sjómannasamband Íslands. Þetta gerði hann í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fann hann sekan um manndráp af gáleysi þegar skemmtibátur hans Harpan steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005 með þeim afleiðingum að karl og kona létust. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm í héraði sem var svo staðfestur í Hæstarétti í gær. Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að Jónas hefði sagt sig tímabundið frá trúnaðarstörfum og óljóst hvað yrði þegar hann hefði tekið út sína refsingu. Jónas væri mjög vel liðinn af félagsmönnum. Helgi Kristinsson, settur formaður Sjómannafélagsins, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði Jónas missi fyrir félagið enda fjölhæfur maður sem hefði staðið sig vel í störfum fyrir sjómenn. Helgi sagði ekki útilokað að Jónas kæmi aftur til starfa - menn eins og hann væru ekki gripnir af götunni. Þess má geta að formaður er kosinn á aðalfundi Sjómannafélagsins. Venjan er að menn skili inn framboðum milli jóla og nýárs - sem síðan er kosið um ári síðar. Tvenn áramót eru liðin síðan slysið varð á Faxaflóa og enginn hefur boðið sig fram gegn Jónasi. Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ekki er útilokað að Jónas Garðarsson setjist aftur í formannsstól Sjómannafélags Reykjavíkur þegar hann hefur afplánað sína refsingu. Jónas var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Fyrir ellefu mánuðum sagði Jónas Garðarsson, þáverandi formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, sig frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hafði gegnt fyrir Sjómannafélagið og Sjómannasamband Íslands. Þetta gerði hann í kjölfar þess að Héraðsdómur Reykjavíkur fann hann sekan um manndráp af gáleysi þegar skemmtibátur hans Harpan steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005 með þeim afleiðingum að karl og kona létust. Hann fékk þriggja ára fangelsisdóm í héraði sem var svo staðfestur í Hæstarétti í gær. Framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, Birgir Björgvinsson sagði í samtali við fréttastofu í dag að Jónas hefði sagt sig tímabundið frá trúnaðarstörfum og óljóst hvað yrði þegar hann hefði tekið út sína refsingu. Jónas væri mjög vel liðinn af félagsmönnum. Helgi Kristinsson, settur formaður Sjómannafélagsins, tók í sama streng í samtali við fréttastofu í dag. Hann sagði Jónas missi fyrir félagið enda fjölhæfur maður sem hefði staðið sig vel í störfum fyrir sjómenn. Helgi sagði ekki útilokað að Jónas kæmi aftur til starfa - menn eins og hann væru ekki gripnir af götunni. Þess má geta að formaður er kosinn á aðalfundi Sjómannafélagsins. Venjan er að menn skili inn framboðum milli jóla og nýárs - sem síðan er kosið um ári síðar. Tvenn áramót eru liðin síðan slysið varð á Faxaflóa og enginn hefur boðið sig fram gegn Jónasi.
Fréttir Innlent Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira