Fyrirtækjasögu Yukos lýkur í dag 11. maí 2007 11:39 Höfuðstöðvar Yukos í Moskvu í Rússlandi. Þessi síðasta eign fyrirtækisins verður boðin upp í dag. Mynd/AFP Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Skattaskuld Yukos nemur jafnvirði 26 milljörðum bandaríkjadala, 1.666 milljörðum íslenskra króna. Rússneska olíufélagið Rosneft, sem er að stórum hluta í eigu rússenska ríkisins, keypti síðustu eigur, tæki og framleiðsluréttindi Yukos á uppboði í gær fyrir 165,5 milljarða rúblur, jafnvirði rúmra 411 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum hefur Rosneft náð ráðandi stöðu á rússneskum orkugeira og á rúm 40 prósent af olíuframleiðslu í landinu. Forsvarsmenn Yukos hafa löngum lýst því yfir að skattaskuld fyrirtækisins sé baktjaldamakk stjórnvalda sem hafi litið fyrirtækið hornauga. Fyrrum forstjóri þess, Mikhail Khodorkovsky, var dæmdur vegna fjár- og skattsvika í forstjórastóli fyrirtækisins og situr nú af sér átta ára dóm í Síberíu. Nikolai Lashkevich, talsmaður Yukos, sagði að með uppboðunum muni fyrirtækinu takast að greiða allar skattaskuldir að fullu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Höfuðstöðvar rússneska olíufyrirtækisins Yukos í Moskvu verða boðnar upp í dag til greiðslu risaskattaskuldar við rússneska ríkið. Þetta er síðasta eign orkufyrirtækisins og markar endalok eins stærsta olíufélags Rússa í einkaeigu sem var úrskurðað gjaldþrota í fyrra. Skattaskuld Yukos nemur jafnvirði 26 milljörðum bandaríkjadala, 1.666 milljörðum íslenskra króna. Rússneska olíufélagið Rosneft, sem er að stórum hluta í eigu rússenska ríkisins, keypti síðustu eigur, tæki og framleiðsluréttindi Yukos á uppboði í gær fyrir 165,5 milljarða rúblur, jafnvirði rúmra 411 milljarða íslenskra króna. Með kaupunum hefur Rosneft náð ráðandi stöðu á rússneskum orkugeira og á rúm 40 prósent af olíuframleiðslu í landinu. Forsvarsmenn Yukos hafa löngum lýst því yfir að skattaskuld fyrirtækisins sé baktjaldamakk stjórnvalda sem hafi litið fyrirtækið hornauga. Fyrrum forstjóri þess, Mikhail Khodorkovsky, var dæmdur vegna fjár- og skattsvika í forstjórastóli fyrirtækisins og situr nú af sér átta ára dóm í Síberíu. Nikolai Lashkevich, talsmaður Yukos, sagði að með uppboðunum muni fyrirtækinu takast að greiða allar skattaskuldir að fullu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira