Viðskipti erlent

Óbreyttir stýrivextir í Bandaríkjunum

Bandaríski seðlabankinn hélt vöxtum sínum óbreyttum í dag en við því bjuggust helstu fjármálasérfræðingar. Vextirnir verða því áfram í 5,25 prósentum. Fjárfestar hafa þó enn áhyggjur af hagvexti og veikri stöðu fasteignamarkaðarins.

Seðlabankinn bandaríski hækkaði síðast vexti í júní á síðasta ári. Fram að því höfðu þeir hækkað stöðugt í tvö ár. Talið er að hann eigi jafnvel eftir að lækka vextina síðar á árinu.

Á morgun munu Englandsbanki og Seðlabanki Evrópu birta ákvarðanir sínar um stýrivexti. Búist er við því að Englandsbanki eigi eftir að hækka þá um fjórðung úr prósenti, í 5,5% vegna ótta við verðbólgu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×