Sjálfstæðisflokkur og Samfylking daðra Jónas Haraldsson skrifar 9. maí 2007 21:44 Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst. Kosningar 2007 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Formenn allra stjórnmálaflokkana komu saman í kvöld í lokaþætti kosningasjónvarps Stöðvar tvö. Bæði voru hringborðsumræður og síðan voru þeir hver og einn spurðir spjörunum úr í fimm mínútur í senn. Ingibjörg Sólrún sagðist tilbúin til setu í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra og álitsgjafar í Íslandi í dag sögðu Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna hafa verið að daðra við hvort annað. Sérstakir álitsgjafar voru til staðar í Íslandi í dag og mátu frammistöðu formannanna. Þeir voru Atli Rúnar Halldórsson ráðgjafi, Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur og Sigríður Dögg Auðunsdóttir blaðamaður. Í ljós kom að allir formennirnir voru tilbúnir til þess að skoða lög um eftirlaunarétt þingmanna og ráðherra. Geir H. Haarde benti á að allir flokkar hefðu staðið saman að þeim lögum þegar þau voru samþykkt og að sjálfsagt væri að endurskoða þau, sérstaklega það að menn geti verið á tvöföldum eftirlaunum. Ómar Ragnarsson vildi afnema þau og vitnaði í forseta ASÍ sem sagði þau ólög. Guðjón Arnar lagði mikla áherslu á kvótakerfið og Steingrímur sagðist vilja breytingar í því án þess þó að kollvarpa því. Jón Sigurðsson sagði aðspurður að auðlindamálið myndi áfram vera eitt af baráttumálum Framsóknar og að þeir ætluðu sér að stefna að þjóðarsátt í því máli. Allir voru formennirnir á því að það þyrfti að gera átak í launamisrétti kynjanna. Ingibjörg Sólrún vildi gera sérstaka úttekt á því innan ríkisins þar sem það væri stærsti vinnuveitandi í hefðbundnum kvennastéttum. Steingrímur sagðist vilja ganga lengra en jafnréttislög heimila og afnema launaleynd alfarið. Jón sagði Framsóknarflokkinn vera að vinna í þessum málum og Guðjón Arnar sagðist vera jafnréttissinni og auðvitað ættu karlar og konur að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Ómar benti á kynjahlutfallið á lista sínum sem merki um stefnu þeirra í jafnréttismálum. Einnig kom þar fram að Ingibjörg Sólrún gæti vel hugsað sér að vera í ríkisstjórn án þess að vera forsætisráðherra. Samkvæmt könnun Stöðvar tvö sem birt var í kvöld er ríkisstjórnin fallin og sögðu álitsgjafar í Íslandi í dag hafa séð þess merki að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn hefðu verið að daðra við hvort annað. Þá bentu þeir á að kalt virtist vera á milli Vinstri grænna og Sjálfstæðiflokksins. Álitsgjafarnir sögðu Jón Sigurðsson hafa staðið sig einna verst þegar formennirnir voru teknir á eintal. Þeir sögðu hann hafa verið að segja það sama og undanfarið, sem samkvæmt könnunni, er ekki að virka. Þeir sögðu að hann hefði átt að taka áhættu og reyna að fara í sókn í stað þess að fara í vörn, eins og hann hefði virst gera. Einn álitsgjafanna sagði það kannski merki um reynsluleysi að hálfu Jóns. Álitsgjafarnir þrír voru á þeirri skoðun að Ingibjörg Sólrún hefði komið best út úr eintölunum og því næst Geir H. Haarde og Steingrímur J. Sigfússon. Einn þeirra sagði Guðjón Arnar hafa komið á óvart. Hérna að neðan er hægt að sjá frammistöðu hvers og eins fyrir sig. Einnig er hægt að sjá álitsgjafana þrjá segja hver þeim fannst standa sig best og hver þeim fannst standa sig verst.
Kosningar 2007 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira