Viðskipti erlent

Arabar kaupa þotur frá Airbus

Þota frá Airbus.
Þota frá Airbus.

Flugfélagið Emirates hefur pantað fjórar A80 risaþotur frá Airbus. Með nýju pöntuninni hefur flugfélagið pantað 47 risaþotur af þessari gerð, sem er sú stærsta í heimi og kemur á markað síðar á þessu ári.

Verðmæti samningsins nú nemur 1,22 milljörðum bandaríkjadala, jafnvirði 77,57 milljarða íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að flugfélagið fái fyrstu farþegaþoturnar í hendur snemma á næsta ári.

Að sögn breska ríkisútvarpsins er Emirates einn mikilvægasti kúnni Airbus enda stærsti kaupandi á þessum risaþotum félagsins.

Airbus hefur átt við talsverðan rekstrarvanda að stríða vegna tafa á framleiðslu á risaþotunni og hefur vegna þessa þurft að segja upp 10.000 manns í nokkru Evrópulöndum og endurskipulagt framleiðsluferlið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×