Yfirtökutilboð gert í Reuters 4. maí 2007 09:40 Gengi bréfa í Reuters, einni stærstu fréttastofu í heimi, hækkaði um 24 prósent við opnun markaða í Lundúnum í Bretlandi í dag eftir að stjórn fyrirtækisins greindi frá því að henni hefði borist óformlegt yfirtökutilboð í félagið. Ekki liggur fyrir frá hverjum tilboðið er. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian greinir frá því í dag að gengið hefði hefði hækkað um 117,5 pens á markaðnum og farið í 610 pens á hlut. Sé ástæðan óformlegt yfirtökutilboð sem hafði verið lagt fyrir stjórn Reuters af ónafngreindum þriðja aðila. Ekki liggur fyrir hvers sá aðili er en yfirtökukapphlaup um fréttastofur á borð við Reuters hefur legið í loftinu síðan stjórn útgáfufélagsins Dow Jones & Co., sem meðal annars rekur samnefnda fréttaveitu og gefur út bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafnaði yfirtökutilboði ástralska fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch Dow í félagið. Murdoch þykir horfa til þess að kaupa fréttaveitu sem þessa til að setja inn í viðskiptasjónvarpsstöð sem hann ætlar að setja á laggirnar á árinu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi bréfa í Reuters, einni stærstu fréttastofu í heimi, hækkaði um 24 prósent við opnun markaða í Lundúnum í Bretlandi í dag eftir að stjórn fyrirtækisins greindi frá því að henni hefði borist óformlegt yfirtökutilboð í félagið. Ekki liggur fyrir frá hverjum tilboðið er. Netútgáfa breska dagblaðsins Guardian greinir frá því í dag að gengið hefði hefði hækkað um 117,5 pens á markaðnum og farið í 610 pens á hlut. Sé ástæðan óformlegt yfirtökutilboð sem hafði verið lagt fyrir stjórn Reuters af ónafngreindum þriðja aðila. Ekki liggur fyrir hvers sá aðili er en yfirtökukapphlaup um fréttastofur á borð við Reuters hefur legið í loftinu síðan stjórn útgáfufélagsins Dow Jones & Co., sem meðal annars rekur samnefnda fréttaveitu og gefur út bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hafnaði yfirtökutilboði ástralska fjölmiðlamógúlsins Rupert Murdoch Dow í félagið. Murdoch þykir horfa til þess að kaupa fréttaveitu sem þessa til að setja inn í viðskiptasjónvarpsstöð sem hann ætlar að setja á laggirnar á árinu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Viðskipti innlent Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Tryggja Viðskipti innlent Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Viðskipti innlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira