Kostaði ríkissjóð rúmlega 105 milljónir Jónas Haraldsson skrifar 3. maí 2007 13:59 Ríkissjóður borgar 105 milljónir í kostnað vegna meðferðar endurákæru í Baugsmálinu. MYND/Vísir Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna meðferðar endurákæru í Baugsmálinu fyrir dómi eru rúmlega 105 milljónir króna. Þetta kom fram í dómsskjölum en í þeim ákvörðuðu dómarar laun verjenda. Kostnaður við vörn Jóns Ásgeirs var 41 milljón og af því borgar ríkissjóður 36,9 milljónir. Samkvæmt dómsorði borgar ríkið hluta af kostnaði sem hlýst af vörn sakborninga. Ríkið borgar 90 prósent af varnarkostnaði Jóns Ásgeirs, 80 prósent af varnarkostnaði Tryggva og allan kostnað við vörn Jóns Geralds. Dómarar ákvörðuðu laun verjanda Jón Ásgeirs 15 milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Af því greiðir ríkið rúmlega 13,8 milljónir. Laun verjanda Tryggva voru ákveðin 11,9 milljónir og borgar ríkissjóður rúmlega 9,5 milljónir af því. Laun verjanda Jóns Geralds voru ákveðin 7,9 milljónir og borgar ríkissjóður alla þá upphæð. Þar að auki krafðist Jón Ásgeir greiðslu fyrir vinnu aðstoðarmanna verjanda, húsnæði og skrifföng. Sá kostnaður var metinn á tæplega 25,7 milljónir króna og borgar ríkissjóður rúmlega 23,1 milljón af þeirri upphæð. Samkvæmt því er upphæðin sem ríkissjóður borgar fyrir sakborningana þrjá 54,3 milljónir króna. Kostnaður við málsókn samkvæmt yfirliti setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, var tæplega 56 milljónir. Voru ákærðu, Jón Ásgeir og Tryggvi, dæmdir til að greiða fimm milljónir óskipt af þeirri upphæð í ríkissjóð. Kostnaður ríkissjóðs við málsóknina var því tæplega 51 milljón krónur. Ef allt er síðan lagt saman er ljóst að kostnaður ríkissjóðs vegna meðferðar endurákæru í Baugsmálinu var rúmlega 105 milljónir króna. Við ákvörðun málsvarnarlauna var tekið mið af vinnuskýrslum verjenda og viðmiðunarreglum dómstólaráðs. Virðisaukaskattur er innifalinn í málsvarnarlaununum. Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Heildarkostnaður ríkissjóðs vegna meðferðar endurákæru í Baugsmálinu fyrir dómi eru rúmlega 105 milljónir króna. Þetta kom fram í dómsskjölum en í þeim ákvörðuðu dómarar laun verjenda. Kostnaður við vörn Jóns Ásgeirs var 41 milljón og af því borgar ríkissjóður 36,9 milljónir. Samkvæmt dómsorði borgar ríkið hluta af kostnaði sem hlýst af vörn sakborninga. Ríkið borgar 90 prósent af varnarkostnaði Jóns Ásgeirs, 80 prósent af varnarkostnaði Tryggva og allan kostnað við vörn Jóns Geralds. Dómarar ákvörðuðu laun verjanda Jón Ásgeirs 15 milljónir og þrjú hundruð þúsund krónur. Af því greiðir ríkið rúmlega 13,8 milljónir. Laun verjanda Tryggva voru ákveðin 11,9 milljónir og borgar ríkissjóður rúmlega 9,5 milljónir af því. Laun verjanda Jóns Geralds voru ákveðin 7,9 milljónir og borgar ríkissjóður alla þá upphæð. Þar að auki krafðist Jón Ásgeir greiðslu fyrir vinnu aðstoðarmanna verjanda, húsnæði og skrifföng. Sá kostnaður var metinn á tæplega 25,7 milljónir króna og borgar ríkissjóður rúmlega 23,1 milljón af þeirri upphæð. Samkvæmt því er upphæðin sem ríkissjóður borgar fyrir sakborningana þrjá 54,3 milljónir króna. Kostnaður við málsókn samkvæmt yfirliti setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar, var tæplega 56 milljónir. Voru ákærðu, Jón Ásgeir og Tryggvi, dæmdir til að greiða fimm milljónir óskipt af þeirri upphæð í ríkissjóð. Kostnaður ríkissjóðs við málsóknina var því tæplega 51 milljón krónur. Ef allt er síðan lagt saman er ljóst að kostnaður ríkissjóðs vegna meðferðar endurákæru í Baugsmálinu var rúmlega 105 milljónir króna. Við ákvörðun málsvarnarlauna var tekið mið af vinnuskýrslum verjenda og viðmiðunarreglum dómstólaráðs. Virðisaukaskattur er innifalinn í málsvarnarlaununum.
Innlent Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira