Tveir af frægustu íþróttamönnum sögunnar, körfuboltamaðurinn Michael Jordan og Tiger Woods, eru saman í liði í Pro/Am móti sem fram fer á Quail Hollow vellinum í Norður-Karólínu í dag.
Mótið er upphitunarmót fyrir Wachovia-meistaramótið sem hefst á morgun. Reiknað er með að um 30 þúsund manns mæti til að fylgjast með Tiger og Jordan leika saman, en það hafa þeir ekki gert áður í opinberu móti. Sjá nánar á Kylfingur.is.
Tiger og Michael Jordan saman í liði
