Foreldrar bannaðir í unglingahóp 29. apríl 2007 18:59 Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. Eftir tíu ára starf njóta nú 137 fjölskyldur stuðnings og starfs félagsins. Freyja Haraldsdóttir stendur að stofnun unglingahópsins. Hún fékk hugmyndina í Bandaríkjunum og segir markmiðið að hittast og fræðast um ýmsa hluti, því unglingarnir vilji vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og allir aðrir. Hún segir mörg þeirra hafa verið mikið með foreldrum sínum, en þau þurfi sitt svigrúm sem unglingar til að ræða hluti án þeirra. Þess vegna séu foreldrar stranglega bannaðir. Lilja Björt Baldvinsdóttir veiktist tíu mánaða gömul þegar hún fékk sýkingu í blóðið. Hún er að hluta bundin við hjólastól, en getur á stundum gengið án stuðnings. Móðir hennar Kristín Jóna Grétarsdóttir segir að Einstök börn séu nauðsynleg og samkomur á þess vegum veiti börnunum mikla gleði. Þá séu samkomurnar góðar fyrir aðstandendur, sérstaklega fyrir börnin því það sé erfitt að eiga langveikt systkyni.Sædís Björk Þórðardóttir er formaður samtakanna. Hún segir samtökin skipta gríðarlega miklu máli fyrir styrk og stuðning fyrir aðstanendur.Unglingahópur samtakanna fékk myndarlegan fjárstuðning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands í gær og frá sjöunda bekk Ártúnsskóla. Og Freyja lítur á það sem forréttindi að lifa með sjúkdóm, það veiti aðra sýn á lífið. Oft komi líka upp spaugilegir hlutir eins og spurningar barna um ástand hennar. Af hverju hún sé svona lítil og hvar hún geymi fæturnar. Börnin vilji fræðast um margbreytileika mannlífsins. Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Foreldrar eru stranglega bannaðir í nýjum unglingahóp sem hefur verið stofnaður innan Einstakra barna. Félagsskapurinn hélt upp á tíu ára afmæli sitt í dag með mikilli hátíð í Gerplusalnum í Salahverfi Kópavogs. Á hátíðinni í dag voru hoppukastalar andlitsmálun, happdrætti og ýmislegt góðgæti í tilefni dagsins. Eftir tíu ára starf njóta nú 137 fjölskyldur stuðnings og starfs félagsins. Freyja Haraldsdóttir stendur að stofnun unglingahópsins. Hún fékk hugmyndina í Bandaríkjunum og segir markmiðið að hittast og fræðast um ýmsa hluti, því unglingarnir vilji vera virkir þátttakendur í samfélaginu eins og allir aðrir. Hún segir mörg þeirra hafa verið mikið með foreldrum sínum, en þau þurfi sitt svigrúm sem unglingar til að ræða hluti án þeirra. Þess vegna séu foreldrar stranglega bannaðir. Lilja Björt Baldvinsdóttir veiktist tíu mánaða gömul þegar hún fékk sýkingu í blóðið. Hún er að hluta bundin við hjólastól, en getur á stundum gengið án stuðnings. Móðir hennar Kristín Jóna Grétarsdóttir segir að Einstök börn séu nauðsynleg og samkomur á þess vegum veiti börnunum mikla gleði. Þá séu samkomurnar góðar fyrir aðstandendur, sérstaklega fyrir börnin því það sé erfitt að eiga langveikt systkyni.Sædís Björk Þórðardóttir er formaður samtakanna. Hún segir samtökin skipta gríðarlega miklu máli fyrir styrk og stuðning fyrir aðstanendur.Unglingahópur samtakanna fékk myndarlegan fjárstuðning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands í gær og frá sjöunda bekk Ártúnsskóla. Og Freyja lítur á það sem forréttindi að lifa með sjúkdóm, það veiti aðra sýn á lífið. Oft komi líka upp spaugilegir hlutir eins og spurningar barna um ástand hennar. Af hverju hún sé svona lítil og hvar hún geymi fæturnar. Börnin vilji fræðast um margbreytileika mannlífsins.
Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira