Efndir um lóðir eða kokgleyping kosningaloforða? 28. apríl 2007 18:32 Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum. Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli. Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða. Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar. Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru að kokgleypa kosningaloforð sitt um ódýrar lóðir fyrir alla, með því að bjóða einbýlishúsalóðir á ellefu milljónir króna, segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Aldeilis ekki, segir formaður skipulagsnefndar, þetta er kostnaðarverð og framboðið verður nægt til að svara eftirspurn: 1500 íbúðir á ári hið minnsta. Borgarstjórnarmeirihluti kynnti í gær áætlun um úthlutun lóða í borginni næstu árin. Úthlutað verður þrisvar á ári, samtals um 500 íbúðum í miðborginni og nágrenni. Að minnsta kosti eitt þúsund lóðum í nýjum hverfum. Hægt er að skoða hvaða svæði þetta eru og sækja um á vefnum. Lóðirnar í nýju hverfunum verða á föstu verði, 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf milljón fyrir lóð undir raðhús eða parhús og fjórar og hálf milljón á hverja íbúð í fjölbýli. Í febrúar 2005 sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, núverandi borgarstjóri að uppboðsleið Reykjavíkurlistans hefði sprengt upp lóðaverð, sem sæist best á því að verð á íbúð í fjölbýli væri 2,7 milljónir króna, á meðan gatnagerðargjöldin væru 500.000 og einbýlishúsalóðirnar hefðu farið á 6,3 milljónir meðan gatnagerðargjöldin væru 3,1 milljón. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar í fyrra sagði Vilhjálmur að fyrsta verk sjálfstæðismanna í borgarstjórn yrði að tryggja nægt lóðaframboð og lækka söluverð lóða til samræmis við kostnað borgarinnar við gerð nýrra byggingarsvæða. Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður Skipulagsráðs segir þetta vera kostnaðarverð. Verðið sé lægra en í nágrannasveitarfélögunum og endurspegli kostnaðinn við að byggja upp nýtt hverfi. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn segir að sjálfstæðismenn séu með þessu að kokgleypa kosningaloforð um ódýrar lóðir fyrir alla. Þeir skuldi kjósendum skýringar.
Innlent Kosningar 2007 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira