Fulltrúadeildin samþykkir að hefja heimflutning hermanna 26. apríl 2007 13:00 Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að hefja heimflutning hermanna frá Írak í haust, þrátt fyrir hótun Bush forseta um að beita neitunarvaldi gegn lagasetningunni. Það var mjótt á mununum þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið sem kveður á um að hefja skuli heimflutning hermanna 1. október og honum skuli lokið 1. apríl á næsta ári. ,Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 218, nei sögðu 208. Gert er ráð fyrir átta og hálfs milljarðs króna framlagi til að fjármagna stríðið, en uppfylli írösk stjórnvöld ekki ákveðin skilyrði skuli hefja heimflutning hermanna í haust. Sérstakar sveitir megi þó verða eftir, til að aðstoða við þjálfun íraskra hersveita og til að berjast gegn skipulögðum hryðjuverkasamtökum. ,,Við þurfum að bjarga mannslífum og við þurfum að endurreisa traustið á forystunni í Írak, en við verðum að lýsa yfir sigri fyrir hermennina okkar. Þeir hafa lokið sínu starfi, það er kominn tími til að fá þá heim," sagði Sheila Jackson-Lee, fulltrúi demókrata í fulltrúadeildinni. Repúblikanar eru síður en svo sáttir við framgöngu demókrata í fulltrúadeildinni og hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bush forseta beiti hann neitunarvaldinu. ,,Við þurfum ekki 535 hershöfðingja í Washington til að stjórna hersveitunum okkar, það er verkefni fagmanna. Það er kominn tími til fyrir demókratana að gera rétt og samþykkja frumvarp sem fjármagnar hersveitir okkar á hættusvæðum," sagði John Carter, fulltrúi repúblikana. Fari svo að forsetinn neiti að undirrita lögin þarf tvo þriðju atkvæða í fulltrúadeildinni til að hnekkja því. Ólíklegt er að svo mikill meirihluti náist. Írak Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að hefja heimflutning hermanna frá Írak í haust, þrátt fyrir hótun Bush forseta um að beita neitunarvaldi gegn lagasetningunni. Það var mjótt á mununum þegar atkvæði voru greidd um frumvarpið sem kveður á um að hefja skuli heimflutning hermanna 1. október og honum skuli lokið 1. apríl á næsta ári. ,Atkvæði féllu þannig: Já sögðu 218, nei sögðu 208. Gert er ráð fyrir átta og hálfs milljarðs króna framlagi til að fjármagna stríðið, en uppfylli írösk stjórnvöld ekki ákveðin skilyrði skuli hefja heimflutning hermanna í haust. Sérstakar sveitir megi þó verða eftir, til að aðstoða við þjálfun íraskra hersveita og til að berjast gegn skipulögðum hryðjuverkasamtökum. ,,Við þurfum að bjarga mannslífum og við þurfum að endurreisa traustið á forystunni í Írak, en við verðum að lýsa yfir sigri fyrir hermennina okkar. Þeir hafa lokið sínu starfi, það er kominn tími til að fá þá heim," sagði Sheila Jackson-Lee, fulltrúi demókrata í fulltrúadeildinni. Repúblikanar eru síður en svo sáttir við framgöngu demókrata í fulltrúadeildinni og hafa lýst yfir fullum stuðningi við Bush forseta beiti hann neitunarvaldinu. ,,Við þurfum ekki 535 hershöfðingja í Washington til að stjórna hersveitunum okkar, það er verkefni fagmanna. Það er kominn tími til fyrir demókratana að gera rétt og samþykkja frumvarp sem fjármagnar hersveitir okkar á hættusvæðum," sagði John Carter, fulltrúi repúblikana. Fari svo að forsetinn neiti að undirrita lögin þarf tvo þriðju atkvæða í fulltrúadeildinni til að hnekkja því. Ólíklegt er að svo mikill meirihluti náist.
Írak Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira