Lofar lægri verðbólgu í Bretlandi 25. apríl 2007 09:02 Mervyn King, seðlabankastjóri Bretlands, og Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands. Mynd/AFP Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum 5,25 prósentum. Sagði seðlabankastjóri að fylgst yrði grannt með þróun verðbólgu í landinu. Greinendur voru ekki á einu máli um ákvörðun bankans þrátt fyrir að flestir þeirra höfðu gert ráð fyrir óbreyttu stýrivaxtastigi. King fundaði með fjárlaganefnd breska þingsins um stöðu efnahagsmála í gær og sagði að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að koma verðbólga niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Greinendur segja miklar líkur á að bankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði um fjórðung úr prósenti hið minnasta til að draga úr einkaneyslu og hagvexti með það fyrir að lækka verðbólguna, sem hefur ekki verið hærri í áratug. Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir King í gær, að helsta ástæðan fyrir því að verðbólga lækki jafn hratt og hann telur sé sú að raforkuverð fari lækkandi á sama tíma og útlánsvextir fjármálastofnana fari hækkandi samhliða hækkandi stýrivaxtastigi. Muni það draga úr einkaneyslu á næstu mánuðum, að hans sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að draga úr verðbólgu og muni Bretar sjá skarpa lækkun á næstu fjórum til sex mánuðum. Verðbólga mældist 3,1 prósent í mars sem kom flestu, ekki síst bankastjórn Englandsbanka, á óvart og varð King venju samkvæmt, að skrifa stjórnvöldum bréf þar sem hann gerði grein fyrir hækkuninni. Englandsbanki ákvað fyrr í þessum mánuði að halda stýrivöxtum óbreyttum 5,25 prósentum. Sagði seðlabankastjóri að fylgst yrði grannt með þróun verðbólgu í landinu. Greinendur voru ekki á einu máli um ákvörðun bankans þrátt fyrir að flestir þeirra höfðu gert ráð fyrir óbreyttu stýrivaxtastigi. King fundaði með fjárlaganefnd breska þingsins um stöðu efnahagsmála í gær og sagði að bankinn ætli að grípa til aðgerða til að koma verðbólga niður að tveggja prósenta verðbólgumarkmiðum bankans. Greinendur segja miklar líkur á að bankinn hækki stýrivexti í næsta mánuði um fjórðung úr prósenti hið minnasta til að draga úr einkaneyslu og hagvexti með það fyrir að lækka verðbólguna, sem hefur ekki verið hærri í áratug. Breska ríkisútvarpið (BBC) hefur eftir King í gær, að helsta ástæðan fyrir því að verðbólga lækki jafn hratt og hann telur sé sú að raforkuverð fari lækkandi á sama tíma og útlánsvextir fjármálastofnana fari hækkandi samhliða hækkandi stýrivaxtastigi. Muni það draga úr einkaneyslu á næstu mánuðum, að hans sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira