Vilja stýrimannanám til Vestmannaeyja Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 23. apríl 2007 15:20 Frá höfninni í Vestmannaeyjum. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. Nú horfi til þess að innan skamms verði erfitt að manna skipstjórnarstöður, þrátt fyrir að þær séu hátekjustöður. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna málsins. Sigurgeir B. Kristgeirsson formaður þess segir heilmikla eftirspurn eftir náminu í Eyjum. Bæði sé húsnæði ódýrara auk þess sem auðveldara aðgengi sé að lausaróðrum meðfram námi. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans segist vera mjög jákvæður gagnvart samvinnunni. Hann segir málið á byrjunarstigi, nú sé verið að ræða útfærsluna. Líklega verði um að ræða fjarnám að hluta. Svipuð samvinna er nú á vélstjórnarsviði skólans við framhaldsskólann í Höfn og á Grundarfirði. Elliði hefur rætt hugmyndina við menntamálaráðherra og fjölmarga aðra aðila og segir undirtektir undantekningarlaust góðar. Nálægð við sjávarútvegiinn í þessu öflugasta sjávarútvegsplássi á landinu geri staðsetninguna ákjósanlega. Samþætting atvinnulífs og menntunar sé mjög nauðsynleg. Heimir Karlsson nemandi á stýrimannabraut í Fjöltækniskólanum segir að rúmlega 80 prósent nemenda séu af landsbyggðinni. Hann segir að hann hefði valið námið í Vestmannaeyjum ef það hefði staðið til boða. Ein aðal ástæðan hefði verið möguleikinn á atvinnu með náminu. Elliði segir að verði hugmyndin að veruleika muni námið hefjast strax næsta haust. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira
Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja vill hefja stýrimannanám í Vestmannaeyjum. Þannig yrði samstarf milli Fjöltækniskólans í Reykjavík og Framhaldsskóla Vestmannaeyja, en námið yrði hluti af stúdentsprófi. Nú er einungis hægt að sækja skipstjórnarnám í Fjöltækniskólanum í Reykjavík. Elliði segir að það hafi orðið til þess að stöðugt hafi dregið úr aðsókn í námið. Nú horfi til þess að innan skamms verði erfitt að manna skipstjórnarstöður, þrátt fyrir að þær séu hátekjustöður. Útvegsbændafélag Vestmannaeyja hefur sent frá sér stuðningsyfirlýsingu vegna málsins. Sigurgeir B. Kristgeirsson formaður þess segir heilmikla eftirspurn eftir náminu í Eyjum. Bæði sé húsnæði ódýrara auk þess sem auðveldara aðgengi sé að lausaróðrum meðfram námi. Jón B. Stefánsson skólastjóri Fjöltækniskólans segist vera mjög jákvæður gagnvart samvinnunni. Hann segir málið á byrjunarstigi, nú sé verið að ræða útfærsluna. Líklega verði um að ræða fjarnám að hluta. Svipuð samvinna er nú á vélstjórnarsviði skólans við framhaldsskólann í Höfn og á Grundarfirði. Elliði hefur rætt hugmyndina við menntamálaráðherra og fjölmarga aðra aðila og segir undirtektir undantekningarlaust góðar. Nálægð við sjávarútvegiinn í þessu öflugasta sjávarútvegsplássi á landinu geri staðsetninguna ákjósanlega. Samþætting atvinnulífs og menntunar sé mjög nauðsynleg. Heimir Karlsson nemandi á stýrimannabraut í Fjöltækniskólanum segir að rúmlega 80 prósent nemenda séu af landsbyggðinni. Hann segir að hann hefði valið námið í Vestmannaeyjum ef það hefði staðið til boða. Ein aðal ástæðan hefði verið möguleikinn á atvinnu með náminu. Elliði segir að verði hugmyndin að veruleika muni námið hefjast strax næsta haust.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Sjá meira