Engin úrslitakeppni í handboltanum

Ársþing Handknattleikssambands Íslands var haldið í kvöld og voru þar nokkrar áhugaverðar breytingatillögur uppi á borðinu. Tillaga Hafnafjarðarliðanna Hauka og FH um fjölgun liða í deildinni og úrslitakeppni var dregin til baka. Mótinu verður þó breytt nokkuð og nánar verður greint frá því hér á Vísi í fyrramálið.