Mickelson gefur 17 milljónir þriðja árið í röð 18. apríl 2007 16:00 NordicPhotos/GettyImages Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. „Við vitum að uppbygging í New Orleans er verkefni til langs tíma og Amy og ég erum staðráðin í að hjálpa til með þeim hætti sem við höfum gert," sagði hinn góðhjartaði Phil Mickelson. Þau gáfu fyrstu upphæðina einungis nokkrum dögum eftir að hörmungarnar riðu yfir og fór það í sjóð sem PGA-kylfingarnir Kelly Gibson, Hal Sutton og David Toms stofnuðu. Upphæðin í fyrra rann til Zurich Classic Fore!Kids sjóðsins og var féð notað til uppbyggingar á heimilum. Upphæðinni í ár hefur enn ekki verið ráðstafað en hún mun koma í góðar þarfir. „Mér þykir það miður að Zurich Classic mótið passar ekki inn í keppnisáætlun mína," sagði Mickelson en hann mun keppa á EDS Byron Nelson meistaramótinu, Vachovia meistaramótinu og Players meistaramótinu á næstu þremur vikum. „Amy og ég erum þakklát fyrir að geta lagt okkar af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar í New Orleans og erum við stolt af því að eiga þátt í því mikla starfi sem unnið hefur verið af óeigingjörnu fólki." Frétt af Kylfingur.is Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna. „Við vitum að uppbygging í New Orleans er verkefni til langs tíma og Amy og ég erum staðráðin í að hjálpa til með þeim hætti sem við höfum gert," sagði hinn góðhjartaði Phil Mickelson. Þau gáfu fyrstu upphæðina einungis nokkrum dögum eftir að hörmungarnar riðu yfir og fór það í sjóð sem PGA-kylfingarnir Kelly Gibson, Hal Sutton og David Toms stofnuðu. Upphæðin í fyrra rann til Zurich Classic Fore!Kids sjóðsins og var féð notað til uppbyggingar á heimilum. Upphæðinni í ár hefur enn ekki verið ráðstafað en hún mun koma í góðar þarfir. „Mér þykir það miður að Zurich Classic mótið passar ekki inn í keppnisáætlun mína," sagði Mickelson en hann mun keppa á EDS Byron Nelson meistaramótinu, Vachovia meistaramótinu og Players meistaramótinu á næstu þremur vikum. „Amy og ég erum þakklát fyrir að geta lagt okkar af mörkum til áframhaldandi uppbyggingar í New Orleans og erum við stolt af því að eiga þátt í því mikla starfi sem unnið hefur verið af óeigingjörnu fólki." Frétt af Kylfingur.is
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira