Stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og öryrkja 17. apríl 2007 18:23 Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem nefnist Ísland 2050 Eldri þjóð -ný viðfangsefni. Skýrslan kemur út í tilefni af aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Nordica hóteli í dag. Þar kemur fram að eldra fólki á Íslandi á eftir að fjölga verulega líkt og hjá öllum öðrum þjóðum heims. Ástæðan er betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknavísindum. Útlit er fyrir að árið 2050 verði ævilíkur karla 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár. Meðalævi lengist þannig um 7,5 ár hjá körlum og 7 ár hjá konum. Þá er útlit fyrir að það tímabil sem fólk nýtur lífeyris lengist um tæp 30%. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna atvinnulífsins og höfundur skýrslunnar segir að efla verði atvinnuþátttöku eldra fólks og örorkulífeyrisþega vegna sífellt bættari lífskjara og hækkandi aldurs. Mesta hindrunin sé skerðing lífeyris vegna atvinnuþátttöku fólks. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á aðalfundi í dag að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun lífeyrisþega næstu áratugi þar sem búið væri að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Eftir þrjátíu til fjörutíu ár væru flestir búnir að borga í lífeyrissjóð alla starfsævi sína. Samkvæmt mannfjöldaspá Samtaka atvinnulífsins fæddust 2,03 börn á hverja konu árið 2005 en gert er ráð fyrir að 1,9 börn fæðist á hverja konu árið 2050. Þá er útlit fyrir að konur eigi börn síðar á ævinni og algengasti barnseignaraldurinn verði 30-34 ár í staðinn fyrir 25-29 ár sem er nú. Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Fjöldi Íslendinga yfir áttræðu á eftir að fimmfaldast fram til ársins 2050, úr 9 þúsundum í 45 þúsund og meðalævi fólks lengist um 7 ár. Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að stórefla þurfi atvinnuþátttöku eldri borgara og örkulífeyrisþega á næstu árum vegna hækkandi aldurs. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka atvinnulífsins sem nefnist Ísland 2050 Eldri þjóð -ný viðfangsefni. Skýrslan kemur út í tilefni af aðalfundi samtakanna sem haldinn var á Nordica hóteli í dag. Þar kemur fram að eldra fólki á Íslandi á eftir að fjölga verulega líkt og hjá öllum öðrum þjóðum heims. Ástæðan er betri lífskjör, færri barnsfæðingar, betra heilsufar og framfarir í læknavísindum. Útlit er fyrir að árið 2050 verði ævilíkur karla 86,5 ár og kvenna tæp 90 ár. Meðalævi lengist þannig um 7,5 ár hjá körlum og 7 ár hjá konum. Þá er útlit fyrir að það tímabil sem fólk nýtur lífeyris lengist um tæp 30%. Hannes G. Sigurðsson aðstoðarframkvæmdastjóri Samtakanna atvinnulífsins og höfundur skýrslunnar segir að efla verði atvinnuþátttöku eldra fólks og örorkulífeyrisþega vegna sífellt bættari lífskjara og hækkandi aldurs. Mesta hindrunin sé skerðing lífeyris vegna atvinnuþátttöku fólks. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á aðalfundi í dag að ekki væri ástæða til að hafa áhyggjur af fjölgun lífeyrisþega næstu áratugi þar sem búið væri að byggja upp öflugt lífeyriskerfi. Eftir þrjátíu til fjörutíu ár væru flestir búnir að borga í lífeyrissjóð alla starfsævi sína. Samkvæmt mannfjöldaspá Samtaka atvinnulífsins fæddust 2,03 börn á hverja konu árið 2005 en gert er ráð fyrir að 1,9 börn fæðist á hverja konu árið 2050. Þá er útlit fyrir að konur eigi börn síðar á ævinni og algengasti barnseignaraldurinn verði 30-34 ár í staðinn fyrir 25-29 ár sem er nú.
Innlent Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira