Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna Jónas Haraldsson skrifar 17. apríl 2007 07:16 Nemendur sjást hér ferjaðir úr Norris Hall byggingunni eftir seinni skotárásina. MYND/AP Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri átti sér stað í heimavist klukkan korter yfir sjö um morgunin. Talið er að ungur maður hafi labbað inn og leitað að kærustunni sinni. Hann hafi síðan rifist við hana og skotið hana og aðstoðarmann á heimavistinni til bana. Lögregla kom fljótt á staðinn og taldi að maðurinn hefði yfirgefið skólalóðina. Henni var því ekki lokað heldur aðeins umræddri heimavist. Lögreglan hóf þá að rannsaka morðin tvö og taldi þau vera vegna heimiliserja. Tveimur tímum síðar hófst skothríð í verkfræði- og vísindabyggingu skólans, sem er um kílómetra í burtu frá heimavistinni. Þar lét 31 lífið og þar á meðal skotmaðurinn. Hann hafði lokað inngöngum í bygginguna með keðjum áður en hann gekk um og skaut að því er virðist án tilefnis og ástæðu á fólk í skólastofum. Hann var vopnaður tveimur skammbyssum. Lögregla kom á staðinn og þurfti að brjótast inn í bygginguna. Hún elti byssumanninnn uppi en kom að honum látnum. 15 að auki særðust í seinni árásinni. Lögreglan segir að lýsingum vitna á fyrri og þeim sem fannst látinn á vettvangi seinni árásinnar beri ekki alveg saman. Hún telur sig þó vita hver seinni skotmaðurinn er en hefur ekki enn viljað skýra frá nafni hans. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við fyrstu árásinni og að hafa ekki lokað skólalóðinni strax. Hún sagði þó að um tuttugu og sex þúsund manns væru á skólalóðinni, auk starfsfólks, og að erfitt væri að gera öllum viðvart í einu. Erlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira
Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri átti sér stað í heimavist klukkan korter yfir sjö um morgunin. Talið er að ungur maður hafi labbað inn og leitað að kærustunni sinni. Hann hafi síðan rifist við hana og skotið hana og aðstoðarmann á heimavistinni til bana. Lögregla kom fljótt á staðinn og taldi að maðurinn hefði yfirgefið skólalóðina. Henni var því ekki lokað heldur aðeins umræddri heimavist. Lögreglan hóf þá að rannsaka morðin tvö og taldi þau vera vegna heimiliserja. Tveimur tímum síðar hófst skothríð í verkfræði- og vísindabyggingu skólans, sem er um kílómetra í burtu frá heimavistinni. Þar lét 31 lífið og þar á meðal skotmaðurinn. Hann hafði lokað inngöngum í bygginguna með keðjum áður en hann gekk um og skaut að því er virðist án tilefnis og ástæðu á fólk í skólastofum. Hann var vopnaður tveimur skammbyssum. Lögregla kom á staðinn og þurfti að brjótast inn í bygginguna. Hún elti byssumanninnn uppi en kom að honum látnum. 15 að auki særðust í seinni árásinni. Lögreglan segir að lýsingum vitna á fyrri og þeim sem fannst látinn á vettvangi seinni árásinnar beri ekki alveg saman. Hún telur sig þó vita hver seinni skotmaðurinn er en hefur ekki enn viljað skýra frá nafni hans. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við fyrstu árásinni og að hafa ekki lokað skólalóðinni strax. Hún sagði þó að um tuttugu og sex þúsund manns væru á skólalóðinni, auk starfsfólks, og að erfitt væri að gera öllum viðvart í einu.
Erlent Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Sjá meira