Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna Jónas Haraldsson skrifar 17. apríl 2007 07:16 Nemendur sjást hér ferjaðir úr Norris Hall byggingunni eftir seinni skotárásina. MYND/AP Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri átti sér stað í heimavist klukkan korter yfir sjö um morgunin. Talið er að ungur maður hafi labbað inn og leitað að kærustunni sinni. Hann hafi síðan rifist við hana og skotið hana og aðstoðarmann á heimavistinni til bana. Lögregla kom fljótt á staðinn og taldi að maðurinn hefði yfirgefið skólalóðina. Henni var því ekki lokað heldur aðeins umræddri heimavist. Lögreglan hóf þá að rannsaka morðin tvö og taldi þau vera vegna heimiliserja. Tveimur tímum síðar hófst skothríð í verkfræði- og vísindabyggingu skólans, sem er um kílómetra í burtu frá heimavistinni. Þar lét 31 lífið og þar á meðal skotmaðurinn. Hann hafði lokað inngöngum í bygginguna með keðjum áður en hann gekk um og skaut að því er virðist án tilefnis og ástæðu á fólk í skólastofum. Hann var vopnaður tveimur skammbyssum. Lögregla kom á staðinn og þurfti að brjótast inn í bygginguna. Hún elti byssumanninnn uppi en kom að honum látnum. 15 að auki særðust í seinni árásinni. Lögreglan segir að lýsingum vitna á fyrri og þeim sem fannst látinn á vettvangi seinni árásinnar beri ekki alveg saman. Hún telur sig þó vita hver seinni skotmaðurinn er en hefur ekki enn viljað skýra frá nafni hans. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við fyrstu árásinni og að hafa ekki lokað skólalóðinni strax. Hún sagði þó að um tuttugu og sex þúsund manns væru á skólalóðinni, auk starfsfólks, og að erfitt væri að gera öllum viðvart í einu. Erlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Hrottalegasta fjöldamorð í sögu Bandaríkjanna var framið í tækniháskólanum í Virginíu í gær. 33 létu lífið, þar á meðal byssumaðurinn, og 15 særðust. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri átti sér stað í heimavist klukkan korter yfir sjö um morgunin. Talið er að ungur maður hafi labbað inn og leitað að kærustunni sinni. Hann hafi síðan rifist við hana og skotið hana og aðstoðarmann á heimavistinni til bana. Lögregla kom fljótt á staðinn og taldi að maðurinn hefði yfirgefið skólalóðina. Henni var því ekki lokað heldur aðeins umræddri heimavist. Lögreglan hóf þá að rannsaka morðin tvö og taldi þau vera vegna heimiliserja. Tveimur tímum síðar hófst skothríð í verkfræði- og vísindabyggingu skólans, sem er um kílómetra í burtu frá heimavistinni. Þar lét 31 lífið og þar á meðal skotmaðurinn. Hann hafði lokað inngöngum í bygginguna með keðjum áður en hann gekk um og skaut að því er virðist án tilefnis og ástæðu á fólk í skólastofum. Hann var vopnaður tveimur skammbyssum. Lögregla kom á staðinn og þurfti að brjótast inn í bygginguna. Hún elti byssumanninnn uppi en kom að honum látnum. 15 að auki særðust í seinni árásinni. Lögreglan segir að lýsingum vitna á fyrri og þeim sem fannst látinn á vettvangi seinni árásinnar beri ekki alveg saman. Hún telur sig þó vita hver seinni skotmaðurinn er en hefur ekki enn viljað skýra frá nafni hans. Lögreglan var harðlega gagnrýnd fyrir viðbrögð sín við fyrstu árásinni og að hafa ekki lokað skólalóðinni strax. Hún sagði þó að um tuttugu og sex þúsund manns væru á skólalóðinni, auk starfsfólks, og að erfitt væri að gera öllum viðvart í einu.
Erlent Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira