"Þetta var auðvitað magnaður leikur og sama uppskrift og í síðustu leikjum þar sem við erum að elta allan tímann en komum svo sterkir inn í lokin. Það gildir að vera yfir þegar flautað er af," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR eftir að hans menn lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í kvöld.
"Ég vil ekki meina að Njarðvíkingar hafi farið neitt á taugum heldur vil ég skrifa þetta á seigluna í mínu liði. Þetta Njarðvíkurlið er samt frábært lið.," sagði Benedikt og sagðist ekki hafa tíma til að fara yfir alla þá sem hann þyrfti að þakka fyrir árangur KR-liðsins í vetur.
"Ég yrði hérna í allt kvöld ef ég ætti að þakka öllum, en það eru auðvitað stjórnin, leikmennirnir og svo þessir frábæru áhorfendur sem eiga stóran þátt í þessu. Stuðningsmennirnir eru búnir að vera frábærir og hafa aldrei hætt að styðja við bakið á okkur þó við lendum langt undir í leikjunum," sagði Benedikt hrærður í viðtali við Hörð Magnússon á Sýn eftir sigurinn í kvöld.
Benedikt þakkaði stuðningsmönnunum

Mest lesið


Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti




Mark Martinez lyfti Inter á toppinn
Fótbolti

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn

„Eigum skilið að finna til“
Enski boltinn


Sigurlíkur Liverpool minnkuðu
Fótbolti