Samfylkingin vill vera burðarafl í ríkisstjórninni 14. apríl 2007 17:59 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag. Kosningar 2007 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar til tveggja ára á landsfundi flokksins sem lauk rétt í þessu. Það kom í hennar hlut slíta landsfundinum. Hún sagði flokkinn fulkskapaðan og mikilvægt væri að hann yrði burðarafl í stjórnvaldi landsins, ríkisstjórninni. Ingibjörg sagði í lokaræðu sinni að hún hefði um helgina skynjað hversu mikil tónlist, kraftur og taktur væri í flokknum. Samfylkingin væri að birtast sem fullskapaður flokkur jafnaðarmanna með skýra stefnu á öllum sviðum, flokkur með mjög sterkan karakter. Ingibjörg sagði enn fremur að það sýndi styrk flokksins að svo margir hefðu mætt á landsfundinn þrátt fyrir þann mótbyr sem flokkurinn hefði lent í á undanförnum mánuðum. Flokkurinn væri búinn að festa rætur og hún hefði aldrei fundið það jafnsterkt og á þessum fundi. Flokkurinn væri ekki óánægjuflokkur heldur hlustaði hann á áhyggjur fólks og reyndi að gera þær að viðfangsefnum stjórnmálanna. Áhyggjur fólksins væru hjá bæði gamla fólkinu og því unga og flokkurinn þyrfti að komast að þar til stjórnvaldið væri og breyta því sem þyrfti að breyta. Þá sagði hún flokkinn fullskapaðan flokk sem ætlaði að nota ríkisvaldið til að standa vörð um þá sem höllum fæti stæðu. Flokkurinn gæti verið ríkisberandi. Þar ætti hún við að hann mótaði umræðuna og líka stjórnvaldið og ákvarðanir þess. Þá benti hún á að draumurinn um stóra jafnaðarmannaflokkinnn lifði í hjörtum allra Samfylkingarmanna. Þess vegna væri þessi stóri hópur á landsfundinum. Draumurinn væri mikilvægur vegna þess að það yrðu að eiga sér stað breytingar í samfélaginu til aukins jöfnuðar. Sagði hún að endingu að nú færi Samfylkingarfólk út í vorið og segði fólki frá þessum draumi. Ef það gerðist ekki þá væri aðeins einn flokkur sem væri burðarflokkur í stjórnvaldi hér á landi, Sjálfstæðisflokkurinn. Það væri ekki sú mynd sem Samfylkingin vildi og að það yrði að fá fólk til að skilja mikilvægi kosninganna. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður var einnig endurkjörinn varaformaður Samfylkingarinnar á fundinum í dag.
Kosningar 2007 Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira