Vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum 14. apríl 2007 17:29 Frá landsfundi Samfylkingarinnar. MYND/Anton Brink Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. Enn fremur kemur fram í stjórnmálaályktuninni að efling velferðarkerfisins og ábyrg efnahagsstjórn séu rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða.Þá vilji flokkurinn rétta hlut aldraðra og öryrkja gagnvart almannatryggingum, tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og útrýma biðlistum með fjögur hundruð nýjum hjúkrunarrýmum á næstu tveimur árum. Enn fremur verði gripið til aðgerða gegn fátækt og sömuleiðs hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun um málefni barna.Töluverð áhersla er lögð á kynjajafnrétti í stjórnmálaályktuninni og sagt að Samfylkingin vilji útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála.Þá vilji flokkurinn stuðla að gjaldfrjálsri menntun frá leikskóla að háskóla og að námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Breyta þurfi þriðjungi námslána í styrk og greiða námslán út mánaðarlega. Þá vill flokkurinn gera rekstarumhverfi fyrritækja hagstæðara svo erlend fyrirtæki sæki hingað í auknum mæli. Þá þurfi að lækka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslum í tíu prósent og frítekjumark fyrir atvinnu- og lífeyristekjur eldri borgara verði 100.000 krónur, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa verði afnumin, sem og vörugjöld og tollar af matvælum. Þá verði virðisaukaskattur af lyfjum lækkaður.Ráðast þurfi í stórátak í samgöngumálum að mati Samfylkingarinnar en það sé forsenda raunhæfrar byggðastefnu. Frekari stjóriðjuáformum verði hins vegar slegið á frest þangað til fyrir liggi nauðsynleg heildaráætlun yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hafi verið tryggð. Þá vill flokkurinn tímasetta áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og að sameign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá.Í utanríkismálum vill flokkurinn að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður verði hafnar. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið og niðurstöður bornar um þjóðaratkvæði.Þá vill Samfylkinging endurskoða stjórnarráð Íslands, stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti, tryggja faglegar ráðningar í opinber embætti og stuðla að jafnræði kynjanna í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana. Jafnframt að eftirlaunafrumvarpinu verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.Segir að lokum í stjórnmálaályktuninni að það sé þjóðarnauðsyn að bæta fyrir vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og að þann 12. maí verði kosið um framtíð lands og framtíð þjóðar. Kosningar 2007 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Samfylkingin vill þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og hyggst hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun gegn fátækt. Þetta er meðal þess sem fram kemur í stjórnmálaályktun flokksins sem samþykkt var á landsfundi hans í dag. Enn fremur kemur fram í stjórnmálaályktuninni að efling velferðarkerfisins og ábyrg efnahagsstjórn séu rauði þráðurinn í stefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin vilji þjóðarsátt um nýtt jafnvægi í efnahagsmálum og ný vinnubrögð til að tryggja samstillingu efnahagsaðgerða.Þá vilji flokkurinn rétta hlut aldraðra og öryrkja gagnvart almannatryggingum, tryggja aðgengi allra að heilbrigðiskerfinu óháð efnahag og útrýma biðlistum með fjögur hundruð nýjum hjúkrunarrýmum á næstu tveimur árum. Enn fremur verði gripið til aðgerða gegn fátækt og sömuleiðs hrint í framkvæmd aðgerðaáætlun um málefni barna.Töluverð áhersla er lögð á kynjajafnrétti í stjórnmálaályktuninni og sagt að Samfylkingin vilji útrýma launamun kynjanna, afnema launaleynd, koma á fullu jafnrétti milli karla og kvenna og gera Ísland að fyrirmyndarsamfélagi á sviði jafnréttismála.Þá vilji flokkurinn stuðla að gjaldfrjálsri menntun frá leikskóla að háskóla og að námsbækur í framhaldsskólum verði nemendum að kostnaðarlausu. Breyta þurfi þriðjungi námslána í styrk og greiða námslán út mánaðarlega. Þá vill flokkurinn gera rekstarumhverfi fyrritækja hagstæðara svo erlend fyrirtæki sæki hingað í auknum mæli. Þá þurfi að lækka skatta af lífeyrissjóðsgreiðslum í tíu prósent og frítekjumark fyrir atvinnu- og lífeyristekjur eldri borgara verði 100.000 krónur, stimpilgjöld af lánum vegna húsnæðiskaupa verði afnumin, sem og vörugjöld og tollar af matvælum. Þá verði virðisaukaskattur af lyfjum lækkaður.Ráðast þurfi í stórátak í samgöngumálum að mati Samfylkingarinnar en það sé forsenda raunhæfrar byggðastefnu. Frekari stjóriðjuáformum verði hins vegar slegið á frest þangað til fyrir liggi nauðsynleg heildaráætlun yfir verðmæt náttúrusvæði Íslands og verndun þeirra hafi verið tryggð. Þá vill flokkurinn tímasetta áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar og að sameign á auðlindum verði bundin í stjórnarskrá.Í utanríkismálum vill flokkurinn að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu og aðildarviðræður verði hafnar. Unnið verði að víðtækri samstöðu um samningsmarkmið og niðurstöður bornar um þjóðaratkvæði.Þá vill Samfylkinging endurskoða stjórnarráð Íslands, stofna eitt atvinnuvegaráðuneyti, tryggja faglegar ráðningar í opinber embætti og stuðla að jafnræði kynjanna í ríkisstjórn og í stjórnunarstöðum ráðuneyta og stofnana. Jafnframt að eftirlaunafrumvarpinu verði breytt og meira jafnræði komið á í lífeyrismálum ráðamanna og almennings.Segir að lokum í stjórnmálaályktuninni að það sé þjóðarnauðsyn að bæta fyrir vanrækslusyndir ríkisstjórnarinnar á undanförnum árum og að þann 12. maí verði kosið um framtíð lands og framtíð þjóðar.
Kosningar 2007 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira