Hundaskítur gerir trillukörlum á Akureyri lífið leitt þessa dagana og stofnar matvælaiðnaði þeirra í voða að sögn trillukarls. Hundaeigendur eru sakaðir um fullkomið virðingarleysi gagnvart sjómönnum.
Sigurður B. Jónsson trillukarl í Sandgerðisbótinni segir það ekki fara saman að landa fiski alla daga vaðandi í hundaskít. Fyrir utan það að hafnarstjóri hefur bannað hunda á hafnarsvæðinu. Þetta er heilbrigðismál, við getum ekki einu sinni farið undir bátana okkar án þess að þrífa þaðan hundaskít fyrst.
Að sögn Sigurðar er skortur á útivistarsvæðum fyrir hunda á Akureyri en hann biður hundaeigendur um að sýna þeim trillukörlum sem borgi þarna þúsundir mánaðarlega þá virðingu og fara eitthvað annað.