Lögreglan handtók í nótt mann sem hafði gengið berserksgang um vesturborgina í Reykjavík og barið og beyglað spegla á minnst 27 bílum. Lögregla fékk tilkynningu um að það væru tveir á ferð en maðurinn var bara einn að þegar lögregla kom á vettvang. Hann var ölvaður mjög og því látinn sofa úr sér í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður í dag. Eins og nærri getur hlaupa skemmdirnar á hundruðum þúsunda.