Vefsvæði Vodafone hér á landi varð fyrir árás tölvuþrjóta í gærkvöld. Þeim tókst að komast inn fyrir varnir svæðisins og skipta út forsíðunni fyrir sína eigin. Samkvæmt vefsíðu sem fylgist með þróun öryggismála á netinu fer svona árásum fjölgandi. Aðferðir þrjótanna eru margvíslegar og get haft í för með sér hættulegar afleiðingar fyrir grunlausa notendur.
Samkvæmt síðunni eru dæmi um að þrjótarnir hafi jafnvel komið fyrir gildrum á þekktum vefsvæðum, eins og MSN. Síðurnar líta þá út fyrir að vera eðlilegar, en tenglar á þeim síðan leitt menn í gildru sem gætu valdið skaða á sama hátt og tölvuveirur. Fulltrúi í þjónstuveri Vodafone sagði að síða þrjótanna hefði staðið uppi sem forsíða vefsvæðisins í rúman hálftíma rétt eftir miðnætti áður en hún náðist niður.