Sálfræðistríðið hafið hjá Benitez og Mourinho 11. apríl 2007 22:21 NordicPhotos/GettyImages Í kvöld varð ljóst að það verða Liverpool og Chelsea sem mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni fyrir tveimur árum og segja má að sálfræðistríðið fyrir undanúrslitin hafi byrjað strax í dag þegar Benitez skaut föstum skotum að kollega sínum. Mourinho sagði að Liverpool ætti mun auðveldara verkefni fyrir höndum í undanúrslitunum því liðið væri aðeins að keppa um einn titil í vor - á meðan hans menn væru í harðri baráttu á öllum vígstöðvum. Benitez svaraði þessum ummælum í dag og þegar hann var spurður hvort enn andaði köldu milli þeirra tveggja - sagði hann að Mourinho ætti aðeins gott samband við þá knattspyrnustjóra sem hann næði að sigra. "Við vorum fínir vinir þangað til við fórum að vinna. Þá snerist honum hugur og það er sama sagan með alla stjóra hjá toppliðunum. Hann er vinur allra þeirra stjóra sem hann nær að vinna á knattspyrnuvellinum en er í stríði við alla hina. Hann byrjaði stríðið við okkur formlega í gær," sagði Benitez og segist viss um að Mourinho væri ekki til í að skipta um starf við sig. "Við vitum að Chelsea er frábært lið, enda hafa þeir verið að eyða gríðarlegum fjárhæðum í leikmenn á síðustu árum. Það verður erfitt að mæta Chelsea í Meistaradeildinni en í augnablikinu erum við að einbeita okkur að deildinni. Chelsea er í bullandi baráttu um alla titla sem í boði eru og það er erfitt, en það er það sem þeir vilja. Ég efast um að Mourinho myndi vilja skipta við mig," sagði Spánverjinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Sjá meira
Í kvöld varð ljóst að það verða Liverpool og Chelsea sem mætast í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin háðu eftirminnilegt einvígi í keppninni fyrir tveimur árum og segja má að sálfræðistríðið fyrir undanúrslitin hafi byrjað strax í dag þegar Benitez skaut föstum skotum að kollega sínum. Mourinho sagði að Liverpool ætti mun auðveldara verkefni fyrir höndum í undanúrslitunum því liðið væri aðeins að keppa um einn titil í vor - á meðan hans menn væru í harðri baráttu á öllum vígstöðvum. Benitez svaraði þessum ummælum í dag og þegar hann var spurður hvort enn andaði köldu milli þeirra tveggja - sagði hann að Mourinho ætti aðeins gott samband við þá knattspyrnustjóra sem hann næði að sigra. "Við vorum fínir vinir þangað til við fórum að vinna. Þá snerist honum hugur og það er sama sagan með alla stjóra hjá toppliðunum. Hann er vinur allra þeirra stjóra sem hann nær að vinna á knattspyrnuvellinum en er í stríði við alla hina. Hann byrjaði stríðið við okkur formlega í gær," sagði Benitez og segist viss um að Mourinho væri ekki til í að skipta um starf við sig. "Við vitum að Chelsea er frábært lið, enda hafa þeir verið að eyða gríðarlegum fjárhæðum í leikmenn á síðustu árum. Það verður erfitt að mæta Chelsea í Meistaradeildinni en í augnablikinu erum við að einbeita okkur að deildinni. Chelsea er í bullandi baráttu um alla titla sem í boði eru og það er erfitt, en það er það sem þeir vilja. Ég efast um að Mourinho myndi vilja skipta við mig," sagði Spánverjinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Sjá meira