Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? 11. apríl 2007 11:30 Ein af verslunum Sainsbury. Mynd/AFP Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. Yfirtökukapphlaupið hefur hangið á bláþræði síðan skömmu fyrir páska þegar einn fjárfestasjóður af fjórum sem stóðu á bak við það sagði sig úr hópnum til að einbeita sér að annarri stórri yfirtöku. Tveir til viðbótar drógu sig í hlé í gær. Sainsbury-fjölskyldan sagði fyrir páska að öllum tilboðum undir 600 pensum á hlut yrði hafnað. Fyrir lá óformlegt tilboð upp á 562 pens á hlut. Sjóðirnir hækkuðu það um 20 pens um páskana og setur það 10,1 milljarðs punda, 1.350 milljarða króna, verðmiða á keðjuna alla. Netmiðill bandaríska tímaritsins Forbes hefur eftir breskum heimildamönnum í dag að Sainsbury-fjölskyldan muni að öllum líkindum senda frá sér tilkynningu um tilboðið síðar í dag eða á morgun.Þá hefur tímaritið eftir breskum fjölmiðlum að þar sem CVC Capital Partners sé orðinn einn fjárfestasjóða í kapphlaupinu um Sainsbury-keðjuna séu litlar líkur á að tilboðið verði hækkað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. Yfirtökukapphlaupið hefur hangið á bláþræði síðan skömmu fyrir páska þegar einn fjárfestasjóður af fjórum sem stóðu á bak við það sagði sig úr hópnum til að einbeita sér að annarri stórri yfirtöku. Tveir til viðbótar drógu sig í hlé í gær. Sainsbury-fjölskyldan sagði fyrir páska að öllum tilboðum undir 600 pensum á hlut yrði hafnað. Fyrir lá óformlegt tilboð upp á 562 pens á hlut. Sjóðirnir hækkuðu það um 20 pens um páskana og setur það 10,1 milljarðs punda, 1.350 milljarða króna, verðmiða á keðjuna alla. Netmiðill bandaríska tímaritsins Forbes hefur eftir breskum heimildamönnum í dag að Sainsbury-fjölskyldan muni að öllum líkindum senda frá sér tilkynningu um tilboðið síðar í dag eða á morgun.Þá hefur tímaritið eftir breskum fjölmiðlum að þar sem CVC Capital Partners sé orðinn einn fjárfestasjóða í kapphlaupinu um Sainsbury-keðjuna séu litlar líkur á að tilboðið verði hækkað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira