Áframhaldandi árangur en ekki stopp Björn Gíslason skrifar 10. apríl 2007 12:34 Ráðherrar Framsóknarflokksins og Sæunn Stefánsdóttir, ritari flokksins, kynna stefnumál flokksins í dag. MYND/Stöð 2 12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða. Kosningar 2007 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
12 mánaða fæðingarorlof, hækkun frítekjumarks á tekjur lífeyrisþega og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum í sjö prósent er meðal þeirra stefnumála sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á á næsta kjörtímabili. Forystumenn flokksins kynntu stefnuskrána fyrir komandi þingkosningar á blaðamannafundi á Nordica-hótelinu í dag.Fram kom í máli þeirra að þeir legðu mikla áherslu á áframhaldandi árangur í efnahags- og atvinnumálum en þeir vöruðu við hvers konar stoppi. Halda þyrfti áfram að byggja upp kröftugt og samkeppnisfært atvinnulíf og tryggja afkomuöryggi í öllum byggðum landsins.Auk lengra fæðingarorlofs og hækkunar á frítekjumarki vilja framsóknarmenn hækka skattleysismörk í 100 þúsund krónur og fella niður stimpilgjöld. Þá vilja þeir að lán Íbúðalánasjóðs miðist við markaðsverð en ekki brunabótamat og að vaxtabætur verði hækkaðar.Sömuleiðis vill Framsóknarflokkurinn breyta fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum í einbýli þannig að einungis verði einstaklingsrými á slíkum heimilum. Enn fremur vill flokkurinn ókeypis tannvernd til átján ára aldurs og auknar niðurgreiðslur á tannviðgerðum.Í byggðamálaum vill Framsóknarflokkurinn efla nýsköpun og háskólanám og jafnframt draga úr flutningskostnaði fyrirtækja á landsbyggðinni. Enn fremur vill flokkurinn að þjóðvegir út frá höfuðborginni veði tvöfaldaðir og að unnið verði að jarðgangagerð á tveimur eða þremur stöðum samtímis næstu áratugi.Þá vill flokkurinn víðtæka sátt um þjóðareign á auðlindum og sérstakan auðlindasjóð þjóðarinnar og jafnframt gera verndar- og nýtingaráætlanir fyrir auðlindir í jörðu og vatnsafl sem taki gildi ekki síðar en árið 2010.Enn fremur vill Framsóknarflokkurinn að námslán mæti raunverulegri framfærsluþörf og að þriðjungur námslána breytist í styrk ef fólk lýkur námi á tilskildum tíma.Bæði Jón Sigurðusson, formaður Framsóknarflokksins, og Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra, lögðu áherslu á að um stefnumál væri að ræða en ekki loforð. Þau væru raunhæf og ábyrg en ekki væri verið að efna til útgjaldaveislu. Sagði Jón að kostnaður við helstu stefnumálin væri metinn á annan tug milljarða.
Kosningar 2007 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira