Mega svipta prest kjól og kalli 9. apríl 2007 18:58 Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Stjórn Prestafélags Íslands er heimilt að svipta prest kjól og kalli brjóti hann alvarlega gegn siðareglum félagsins. Mánuðir munu líða áður en siðnefnd félagsins kveður upp úrskurð í kærumáli átta presta Þjóðkirkjunnar á hendur Hirti Magna Jóhannssyni fríkirkjupresti. Prestarnir kærðu Hjört Magna fríkirkjuprest til siðanefndar prestafélagsins vegna ummæla sem hann lét falla í fréttaskýringaþættinum Kompási um að prestar þjóðkirkjunnar brjóti fyrsta boðorð kristinnar trúar dýrki þeir kirkjuna sjálfa. Komist siðanefnd að þeirri niðurstöðu að prestur hafi brotið alvarlega af sér er málinu vísað til stjórnar Prestarfélag Íslands. Stjórnin tekur svo ákvörðun um hvort vísa skuli viðkomandi úr félaginu, eða svipta hann kjól og kalli. Það tíðkaðist fyrr á öldum þegar menn höfðu brotið gróflega af sér. Þá oftast í tengslum við lifnaðarhætti prestsins, framhjáhald og þvíumlíkt. Ólafur Jóhannsson, formaður Prestafélags Íslands, veit þó ekki til þess að það hafi gerst á þeim 90 árum sem Prestafélagið hefur verið starfrækt. Hann segist ekki sjá fyrir sér að félagið grípi til þess að svipta menn hempu vegna venjulegra deilna, þótt harðar séu og segir félagið reyndar hafa verið umburðarlynt gagnvart kenningum og athöfnum félagsmanna. Komi til þess að prestur sé áminntur af siðanefnd snúist það mun frekar um að heiður hans og trúverðugleiki hljóti hnekki. Um helmingur þeirra mála sem berist á borð siðanefndar ljúki hins vegar með einhvers konar sátt milli deilenda. Stjórn Prestafélagsins velur einn fultrúa í siðanefnd, biskup annan og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands þann þriðja. Kæran sem liggur fyrir hjá siðanefnd vegna Hjartar Magna snýst um hvort hann hafi brotið af sér gagnvart Þjóðkirkjunni og því má velta fyrir sér hvort fulltrúi biskups í nefndinni sé vanhæfur. Formaður Prestafélagsins bendir á að alla jafna sé um að ræða gríðarlegt návígi en segir það hafa tíðkast að nefndarmenn segi sig frá málum ef þeir tengist málsaðilum
Innlent Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira