Zach Johnson sigraði óvænt 9. apríl 2007 10:44 Phil Mickelson, sigurvegarinn frá því í fyrra, klæðir Zach Johnson í græna frakkann fræga. MYND/Getty Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti. Johnson skaust upp í sviðsljósið á lokahringnum í gær en lítið hafði farið fyrir honum á fyrstu þremur keppnisdögunum, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið langt á eftir næstu mönnum. Í gær lék hann á samtals þremur höggum undir pari og var það sérstaklega góður endasprettur sem tryggði honum á endanum sigurinn. Tiger Woods tók nokkra áhættu í leik sínum á lokasprettinum í gær, vitandi að það væri eini möguleiki hans til að ná Johnson, sem hafði lokið keppni nokkrum holum á undan Woods. Sá leikur gekk ekki upp og því náði Woods ekki að ógna Johnson að neinu viti. "Eins og þeir segja, risar þurfa að falla einhverntímann," sagði Johnson eftir mótið, og átti þar við sigur sinn á Tiger Woods. "Ég var í búningsklefanum mínum og horfði á Tiger undirbúa upphafshöggið á 18. braut. Ég hafði tveggja högga forskot en samt hafði ég trú á því að hann myndi ná mér. Tiger er náttúrulega fyrirbæri og undarlegri hlutir hafa gerst en að hann nái erni á lokaholunni," sagði Johnson. Tiger brást hins vegar bogalistin og náði aðeins pari á lokaholunni. Golf Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira
Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti. Johnson skaust upp í sviðsljósið á lokahringnum í gær en lítið hafði farið fyrir honum á fyrstu þremur keppnisdögunum, þrátt fyrir að hann hafi aldrei verið langt á eftir næstu mönnum. Í gær lék hann á samtals þremur höggum undir pari og var það sérstaklega góður endasprettur sem tryggði honum á endanum sigurinn. Tiger Woods tók nokkra áhættu í leik sínum á lokasprettinum í gær, vitandi að það væri eini möguleiki hans til að ná Johnson, sem hafði lokið keppni nokkrum holum á undan Woods. Sá leikur gekk ekki upp og því náði Woods ekki að ógna Johnson að neinu viti. "Eins og þeir segja, risar þurfa að falla einhverntímann," sagði Johnson eftir mótið, og átti þar við sigur sinn á Tiger Woods. "Ég var í búningsklefanum mínum og horfði á Tiger undirbúa upphafshöggið á 18. braut. Ég hafði tveggja högga forskot en samt hafði ég trú á því að hann myndi ná mér. Tiger er náttúrulega fyrirbæri og undarlegri hlutir hafa gerst en að hann nái erni á lokaholunni," sagði Johnson. Tiger brást hins vegar bogalistin og náði aðeins pari á lokaholunni.
Golf Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Sjá meira