Sevilla hefur yfir 2-1 gegn Tottenham á heimavelli þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Robbie Keane kom gestunum yfir á 2. mínútu en fyrrum leikmaður Tottenham Freddie Kanoute jafnaði skömmu síðar. Það var svo Alexander Kerzhakov sem kom heimamönnum yfir á 36. mínútu. Leikurinn er sýndur beint á Sýn Extra og á VefTV hér á Vísi.
Leik Leverkusen og Osasuna er þegar lokið og þar unnu Spánverjarnir öruggan 3-0 útisigur og eru komnir með annan fótinn í undanúrslitin.
Espanyol hefur yfir 2-0 gegn Benfica í hálfleik og jafnt er hjá Alkmaar og Bremen 0-0.