110 milljarðar skipta um hendur 5. apríl 2007 18:30 Allt bendir til að Baugur og FL group verði stærstu eigendur Glitnis eftir helgi. Við þá samninga skipta svo háar fjárhæðir um hendur að það stefnir í Íslandsmet. Samkomulag mun hafa náðst um að Milestone, undir forystu Karl Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður bankastjórnar Glitnis og aðilar honum tengdir, selji alla hluti sína í Glitni. Þetta eru stærstu hluthafarnir fyrir utan FL Group. Kaupandi er Kaupþing banki en þar staldra bréfin stutt við því Kaupþing selur þau áfram til nýrra fjárfesta. Þeir eru Baugur og FL Group og félög og fjárfestar sem þeim tengjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið gengið frá samkomulagi um kaupin en rétt er að minna á að ekkert er fast í hendi fyrr en þau hafa gengið í gegn í Kauphöllinni á þriðjudag. Mun þá væntanlega koma í ljós hvort áætlanir séu uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingar á yfirstjórn. Í þessum tilfæringum öllum saman er um að ræða gríðarlegar upphæðir eða hlutabréf að verðmæti 110 milljörðum króna. Milestone sem er í meirihlutaeigu Karls Wernersonar, leysir til dæmis um 50 milljarða króna hagnað og það er Íslandsmet af innlendri eign. Til að setja það í samhengi fyrir almenna launþega má taka dæmi af manneskju sem fær fimm milljónir í árslaun. Sú væri ein 10.000 ár að vinna sér inn þá upphæð. Byrji hún núna að safna ætti hún sum sé að hafa unnið sér inn fimmtíu milljarða árið 12007 Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
Allt bendir til að Baugur og FL group verði stærstu eigendur Glitnis eftir helgi. Við þá samninga skipta svo háar fjárhæðir um hendur að það stefnir í Íslandsmet. Samkomulag mun hafa náðst um að Milestone, undir forystu Karl Wernerssonar og Einar Sveinsson, formaður bankastjórnar Glitnis og aðilar honum tengdir, selji alla hluti sína í Glitni. Þetta eru stærstu hluthafarnir fyrir utan FL Group. Kaupandi er Kaupþing banki en þar staldra bréfin stutt við því Kaupþing selur þau áfram til nýrra fjárfesta. Þeir eru Baugur og FL Group og félög og fjárfestar sem þeim tengjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur verið gengið frá samkomulagi um kaupin en rétt er að minna á að ekkert er fast í hendi fyrr en þau hafa gengið í gegn í Kauphöllinni á þriðjudag. Mun þá væntanlega koma í ljós hvort áætlanir séu uppi um skiptingu á eignum bankans eða breytingar á yfirstjórn. Í þessum tilfæringum öllum saman er um að ræða gríðarlegar upphæðir eða hlutabréf að verðmæti 110 milljörðum króna. Milestone sem er í meirihlutaeigu Karls Wernersonar, leysir til dæmis um 50 milljarða króna hagnað og það er Íslandsmet af innlendri eign. Til að setja það í samhengi fyrir almenna launþega má taka dæmi af manneskju sem fær fimm milljónir í árslaun. Sú væri ein 10.000 ár að vinna sér inn þá upphæð. Byrji hún núna að safna ætti hún sum sé að hafa unnið sér inn fimmtíu milljarða árið 12007
Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Fleiri fréttir Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira