Kaffibandalaginu ekki lokið 3. apríl 2007 12:14 Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær að kaffibandalaginu milli Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra væri lokið. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins hefðu gert útslagið og þær samræmdust ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Jón Magnússon lögmaður, sem leiðir lista Frjálslyndra í Reykjavík Suður segir enn þónokkra möguleika á stjórnarsamstarfi. „Það er hins vegar ekki hægt að setja fyrirfarandi skilyrði um hlutina. Menn setjast niður eftir kosningar til að athuga hvort það sé einhver flötur á því að hefja stjórnarsamstarf. Það náttúrulega liggur alveg fyrir að menn geti ekki rutt af borðinu helstu áherslumálum annars flokks ef þeir ætla sér að fara í samstarf við hann. Menn verða að skilgreina stefnu Frjálslynda flokksins rétt. Ekki má halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum," segir Jón. Hann segir jafnframt að flokkurinn vilji einungis tryggja að íslenskt velferðarkerfi ráði við þann fjölda sem komi til landsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna segir að flokkurinn geri engar málamiðlanir á sinni mannréttindastefnu við stjórnarmyndun. Vinstri grænir hafi miklar áhyggjur af því ef Frjálslyndir haldi sinni innflytjendastefnu til streitu. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær að kaffibandalaginu milli Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra væri lokið. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins hefðu gert útslagið og þær samræmdust ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Jón Magnússon lögmaður, sem leiðir lista Frjálslyndra í Reykjavík Suður segir enn þónokkra möguleika á stjórnarsamstarfi. „Það er hins vegar ekki hægt að setja fyrirfarandi skilyrði um hlutina. Menn setjast niður eftir kosningar til að athuga hvort það sé einhver flötur á því að hefja stjórnarsamstarf. Það náttúrulega liggur alveg fyrir að menn geti ekki rutt af borðinu helstu áherslumálum annars flokks ef þeir ætla sér að fara í samstarf við hann. Menn verða að skilgreina stefnu Frjálslynda flokksins rétt. Ekki má halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum," segir Jón. Hann segir jafnframt að flokkurinn vilji einungis tryggja að íslenskt velferðarkerfi ráði við þann fjölda sem komi til landsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna segir að flokkurinn geri engar málamiðlanir á sinni mannréttindastefnu við stjórnarmyndun. Vinstri grænir hafi miklar áhyggjur af því ef Frjálslyndir haldi sinni innflytjendastefnu til streitu. Kosningar 2007 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira
Jón Magnússon, frambjóðandi Frjálslyndra, segir kaffibandalaginu ekki lokið en Vinstri grænir og Samfylking geti ekki rutt af borðinu, áherslum Frjálslyndra í innflytjendamálum, ætli þeir sér að fara í ríkisstjórnarsamstarf með þeim. Ekki megi halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum þó hann vilji hefta innflutning þeirra til landsins. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær að kaffibandalaginu milli Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra væri lokið. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins hefðu gert útslagið og þær samræmdust ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Jón Magnússon lögmaður, sem leiðir lista Frjálslyndra í Reykjavík Suður segir enn þónokkra möguleika á stjórnarsamstarfi. „Það er hins vegar ekki hægt að setja fyrirfarandi skilyrði um hlutina. Menn setjast niður eftir kosningar til að athuga hvort það sé einhver flötur á því að hefja stjórnarsamstarf. Það náttúrulega liggur alveg fyrir að menn geti ekki rutt af borðinu helstu áherslumálum annars flokks ef þeir ætla sér að fara í samstarf við hann. Menn verða að skilgreina stefnu Frjálslynda flokksins rétt. Ekki má halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum," segir Jón. Hann segir jafnframt að flokkurinn vilji einungis tryggja að íslenskt velferðarkerfi ráði við þann fjölda sem komi til landsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna segir að flokkurinn geri engar málamiðlanir á sinni mannréttindastefnu við stjórnarmyndun. Vinstri grænir hafi miklar áhyggjur af því ef Frjálslyndir haldi sinni innflytjendastefnu til streitu. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær að kaffibandalaginu milli Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra væri lokið. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins hefðu gert útslagið og þær samræmdust ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna. Jón Magnússon lögmaður, sem leiðir lista Frjálslyndra í Reykjavík Suður segir enn þónokkra möguleika á stjórnarsamstarfi. „Það er hins vegar ekki hægt að setja fyrirfarandi skilyrði um hlutina. Menn setjast niður eftir kosningar til að athuga hvort það sé einhver flötur á því að hefja stjórnarsamstarf. Það náttúrulega liggur alveg fyrir að menn geti ekki rutt af borðinu helstu áherslumálum annars flokks ef þeir ætla sér að fara í samstarf við hann. Menn verða að skilgreina stefnu Frjálslynda flokksins rétt. Ekki má halda að flokkurinn sé á móti innflytjendum," segir Jón. Hann segir jafnframt að flokkurinn vilji einungis tryggja að íslenskt velferðarkerfi ráði við þann fjölda sem komi til landsins. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Katrín Jakobsdóttir varaformaður Vinstri grænna segir að flokkurinn geri engar málamiðlanir á sinni mannréttindastefnu við stjórnarmyndun. Vinstri grænir hafi miklar áhyggjur af því ef Frjálslyndir haldi sinni innflytjendastefnu til streitu.
Kosningar 2007 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Sjá meira