
Golf
Adam Scott sigraði í Houston

Ástralski kylfingurinn Adam Scott vann góðan sigur á Opna Houston mótinu í golfi sem lauk í Texas í gærkvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá lokahringnum. Scott lauk keppni á 17 höggum undir pari og var með þriggja högga forystu á næstu menn, þá Stuart Appleby og Bubba Watson sem luku keppni á 14 undir pari.