Hæstiréttur staðfesti dóm í máli öryrkja 30. mars 2007 20:15 Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa. Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli öryrkja sem sótti um starf við afgreiðslu hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, en var synjað. Hann segir hið opinbera vinna gegn því að öryrkjar geti farið út á vinnumarkaðinn og kallar öryrkjabætur fátæktargildru sem erfitt sé að komast úr. Hallgrímur Þór Gunnþórsson sótti um starf í afgreiðslu Héraðsdóms Reykjavíkur árið 2002. Hann fæddist með hryggskekkju og er metinn 75 % öryrki. Hallgrímur er með skrifstofumenntun og ýmiss námskeið að baki en er nú á þriðja ári í félagsfræði í Háskóla Íslands. 68 manns sóttu um afgreiðslustarfið í Héraðsdómi. Hallgrímur var ekki ráðinn, heldur kona sem þótti hafa meiri menntun en hann. Halllgrímur taldi sig ráða vel við starfið, fannst framhjá sér gengið og höfðaði skaðabótamál á hendur Héraðsdómi. Hann taldi héraðsdóm hafa brotið 32. grein laga um málefni fatlaðra sem segir að "Fatlaðir skuli eiga forgang að atvinnu hjá ríki og sveitarfélagi ef hæfni þeirra til starfsins sé meiri eða jöfn hæfni annarra sem um starfið sæki.". Í auglýsingu Héraðsdóms var óskað eftir að ráða starfsmann í fullt starf við almenna afgreiðslu og upplýsingagjöf í móttöku. Í dómi héraðsdóms í fyrra var talið að Héraðsdómi Reykjavikur hafi ekki verið skylt að kalla Hallgrím til viðtals. Hallgrímur segist lengi hafa reynt að vinna sig út úr bótakerfinu. Mikið sé talað um að öryrkjar eigi að fara út á vinnumarkaðinn en það sé hægara sagt en gert. Hallgrímur sendi meðmæli með atvinnuumsókn sinn, þar sem fram kom að hann hafi unnið ýmis störf. Samkvæmt læknisvottorði frá árinu 2000 er Hallgrímur metinn óvinnufær, en Héraðsdómur Reykjavíkur kallaði aldrei eftir því vottorði og var það því aldrei lagt til grundvallar þeirrar ákvörðunar að ráða hann ekki til starfa, né kalla hann til viðtals. En í læknisvottorði frá árinu 2004 er hann hins vegar ekki metinn óvinnufær, en hafi minna úthald til erfiðisvinnu. Bæði vottorðin voru lögð fram þegar Hallgrímur höfðaði málið. Í rökstuðningi Hæstaréttar segir að miðað við eldra vottorðið og lýsingar Hallgríms sjálfs, hafi ályktun héraðsdóms sem hugsanlegs vinnuveitenda, ekki verið röng. Hæstiréttur taldi því að forgangsregla laga um málefni fatlaðra ætti ekki við í tilfelli hans. Hallgrímur er ósáttur við niðurstöðuna en segist ekki hafa efni á því að taka málið lengra. Hallgrímur hafði gjafsókn fyrir Héraðsdómi en ekki Hæstarétti og þarf því að borga allan málakostnað úr eigin vasa.
Innlent Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Sjá meira