Mikill fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi yfir páskana 30. mars 2007 17:20 Myndin er frá Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Aðalstræti 2. MYND/Vísir Það eru ekki eingöngu Íslendingar sem kjósa að leggja land undir fót hérlendis eða erlendis yfir páskahátíðina. Erlendir ferðamenn kjósa í síauknum mæli að nota hátíðina til stuttra Íslandsferða. Hildur Ómarsdóttir markaðsstjóri Icelandair Hotels segir bókanir ferðamanna berist með sífellt styttri fyrirvara og að hlutfall netbókana hafi aukist um allt að 100% milli ára. Greinilegt sé að fólk sé orðið mun sjálfstæðara og hvatvísara í ferðakaupum nú en áður en fari oftar í styttri ferðir. Drífa Magnúsdóttir verkefnisstjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík segir að páskahelgin sé alla jafna mjög erilsamur tími í stöðinni, mikið sé um ferðamenn sem komi á eigin vegum og vilji skipuleggja gang ferðarinnar eftir að til landsins sé komið. Ferðaþjónustan á höfuðborgarsvæðinu er nú að vakna af vetrardvala, hvalaskoðun hjá nýju fyrirtæki í Reykjavík, Reykjavík hvalaskoðun, hefst á morgun auk þess að allt árið er boðið uppá ýmiskonar göngu-, jeppa- og rútuferðir. Í upplýsingamiðstöðinni geta ferðamenn bæði innlendir og erlendir fengið upplýsingar um afþreyingu ýmiskonar og aðstæður til ferðalaga um landið allt, bókað og keypt ferðir. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík er sú langstærsta á landinu og þess má geta að gestafjöldi á liðnu ári í miðstöðina var tæplega 240 þúsund manns sem 24% aukning frá árinu 2005. Upplýsingar um opnunartíma yfir páskahátíðina hjá ferðaþjónustuaðilum, veitingastöðum, söfnum, sundlaugum, kaffihúsum o.fl. má finna á vefsíðunni www.visitreykjavik.is Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Það eru ekki eingöngu Íslendingar sem kjósa að leggja land undir fót hérlendis eða erlendis yfir páskahátíðina. Erlendir ferðamenn kjósa í síauknum mæli að nota hátíðina til stuttra Íslandsferða. Hildur Ómarsdóttir markaðsstjóri Icelandair Hotels segir bókanir ferðamanna berist með sífellt styttri fyrirvara og að hlutfall netbókana hafi aukist um allt að 100% milli ára. Greinilegt sé að fólk sé orðið mun sjálfstæðara og hvatvísara í ferðakaupum nú en áður en fari oftar í styttri ferðir. Drífa Magnúsdóttir verkefnisstjóri Upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Reykjavík segir að páskahelgin sé alla jafna mjög erilsamur tími í stöðinni, mikið sé um ferðamenn sem komi á eigin vegum og vilji skipuleggja gang ferðarinnar eftir að til landsins sé komið. Ferðaþjónustan á höfuðborgarsvæðinu er nú að vakna af vetrardvala, hvalaskoðun hjá nýju fyrirtæki í Reykjavík, Reykjavík hvalaskoðun, hefst á morgun auk þess að allt árið er boðið uppá ýmiskonar göngu-, jeppa- og rútuferðir. Í upplýsingamiðstöðinni geta ferðamenn bæði innlendir og erlendir fengið upplýsingar um afþreyingu ýmiskonar og aðstæður til ferðalaga um landið allt, bókað og keypt ferðir. Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík er sú langstærsta á landinu og þess má geta að gestafjöldi á liðnu ári í miðstöðina var tæplega 240 þúsund manns sem 24% aukning frá árinu 2005. Upplýsingar um opnunartíma yfir páskahátíðina hjá ferðaþjónustuaðilum, veitingastöðum, söfnum, sundlaugum, kaffihúsum o.fl. má finna á vefsíðunni www.visitreykjavik.is
Innlent Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira