Viðskipti erlent

Skoða kaup Vodafone á Indlandi

Arun Sarin, forstjóri Vodafone.
Arun Sarin, forstjóri Vodafone. Mynd/AFP

Fjármálayfirvöld á Indlandi hefur ákveðið að skoða nánar kaup breska farsímarisanum Vodafone á 67 prósenta hlut í Hutchison Essar, fjórða stærsta farsímafélagi Indlands, áður en þau gefa græna ljósið á viðskiptin. Kaupsamningur Vodafone hljóða upp á 11,1 milljarð dala, jafnvirði 736,6 milljarða íslenskra króna.

Breska ríkisútvarpið (BBC) segir fjármálayfirvöld einna helst hafa áhyggjur af því hvort of stór hluti indverska farsímafélagsins komist í hendur erlendra aðila. Slíkt getur brotið í bága við indversk lög um eignarhald erlendra fjárfesta í fjarskiptafélögum á Indlandi.

BBC segir Arun Sarin, forstjóra Vodafone, hafa litlar áhyggjur af þróun mála og sé hann sannfærður um að kaupin gangi í gegn á næstu vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×