Tchenguiz bætir enn við sig í Sainsbury 30. mars 2007 09:30 Robert Tchenguiz. R20, fjárfestingafélag Roberts Tchenguiz, breska fasteignamógúlsins, náins viðskiptafélaga Kaupþings og stjórnarmanns í Exista, hefur aukið enn frekar við hlut sinn í bresku matvörukeðjunni Sainsbury. Félag hans hefur aukið jafnt og þétt við hlut sinn og fer það nú með 4,6 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvöruverslanakeðju Bretlands. Félag Tchenguiz keypti nýju hlutina á 550 til 552 pensum á hlut en gengi Sainsburys stendur nú í 550 pensum á hlut eftir lítillega lækkun frá í gær. Félag hans flaggaði fyrst um miðjan þennan mánuð þegar hluturinn fór í þrjú prósent. Fjárfestahópurinn CVC er sagður vera að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í matvörukeðjuna á næstu dögum. Fjölmargir fjárfestar hafa verið orðaðir við kaup í keðjunni, þar á meðal Baugur, sem festi sér 1,26 prósenta hlut í henni í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments og seldi í byrjun febrúar. Sainbury er metið á um tíu milljarða punda, jafnvirði um 1.350 milljarða íslenskra króna. Ef af yfirtöku verður er um stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi að ræða. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
R20, fjárfestingafélag Roberts Tchenguiz, breska fasteignamógúlsins, náins viðskiptafélaga Kaupþings og stjórnarmanns í Exista, hefur aukið enn frekar við hlut sinn í bresku matvörukeðjunni Sainsbury. Félag hans hefur aukið jafnt og þétt við hlut sinn og fer það nú með 4,6 prósenta hlut í þessari þriðju stærstu matvöruverslanakeðju Bretlands. Félag Tchenguiz keypti nýju hlutina á 550 til 552 pensum á hlut en gengi Sainsburys stendur nú í 550 pensum á hlut eftir lítillega lækkun frá í gær. Félag hans flaggaði fyrst um miðjan þennan mánuð þegar hluturinn fór í þrjú prósent. Fjárfestahópurinn CVC er sagður vera að íhuga að leggja fram yfirtökutilboð í matvörukeðjuna á næstu dögum. Fjölmargir fjárfestar hafa verið orðaðir við kaup í keðjunni, þar á meðal Baugur, sem festi sér 1,26 prósenta hlut í henni í gegnum fjárfestingafélagið Unity Investments og seldi í byrjun febrúar. Sainbury er metið á um tíu milljarða punda, jafnvirði um 1.350 milljarða íslenskra króna. Ef af yfirtöku verður er um stærstu fyrirtækjakaup í Bretlandi að ræða.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira